Hlutverk Faxaflóahafna er að vera drifkraftur viðskipta- og atvinnulífs á Faxaflóasvæðinu,
að skapa virði í samfélaginu með þróun hafnarinnviða og hafnarsvæða og að veita
skilvirka þjónustu við skip.

FRAMTÍÐARSÝN
Faxaflóahafnir eru meðal fremstu hafna í Norður-Atlantshafi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja Faxaflóahafnir samkeppnisstöðu Íslands. Faxaflóahafnir eru grænar, öruggar og skilvirkar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipulagning svæða er með grænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi.

STEFNUÁHERSLUR

Öruggar hafnir

Fyrirmynd í öryggi og öflug hafnavernd þar sem markvist er unnið að því að koma í veg fyrir slys, umhverfis- og eignatjón.

Grænar hafnir

Forysta í loftslags- og umhverfismálum í hafnsækinni starfsemi. Faxaflóahafnir eru kolefnishlutlausar í eigin rekstri.

Skilvirkar hafnir

Þróa hafnarinnviði sem stuðla að skilvirkri og snjallvæddri þjónustu við skip og aðra viðskiptavini.

Mannauður

Framsækinn og eftirsóttur vinnustaður þar sem mannauður þróast til að takast á við tækifæri og áskoranir til framtíðar.

Markmið sem styðja við stefnuáherslur Faxaflóahafna

Koma í veg fyrir slys og tjón

Auka nýtingu auðlinda

Bæta vinnustaðamenningu

Bæta úrgangsstjórnun

Snjallvædd þjónusta

Auka kolefnisjöfnun

Snjallvædd starfssemi

Auka umhverfisvitund

Tryggja öfluga hafnarvernd

Þróun mannauðs

Bæta loftgæði í kringum hafnir

Auka hlutfall umhverfisvænnar orku

Undirstefnur Faxaflóahafna styðja enn frekar við stefnuáherslur og markmið hér að ofan

Faxaflóahafnir sf. er fyrirtæki í hafnarþjónustu, þróun hafnarinnviða og lands. Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi og til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU). Fyrirtækið skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum í því skyni að auka öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisvitund starfsmanna, viðskiptavina og þjónustuaðila sinna. Á þann hátt er áhætta starfseminnar lágmörkuð.

Helstu áherslur Faxaflóahafna sf. í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum eru að:

 • Uppfylla viðeigandi kröfur laga og reglugerða, framfylgja leiðsögn stjórnvalda og eigenda í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum.
 • Starfsumhverfi sé heilbrigt og vinnustaðamenning stuðli að jafnrétti og fjölbreytni.
 • Varnarlög séu skilgreind á grundvelli áhættumats fyrir starfsemina.
 • Starfsfólk þekki og uppfylli öryggis- og umhverfisreglur.
 • Starfsfólk, með stuðningi stjórnenda, móti og taki virkan þátt í stöðugum umbótum.
 • Starfsfólki sé boðið reglubundnar heilsufarsmælingar og ráðgjöf.
 • Atvik séu skráð og orsök þeirra greind með það að markmiði að finna umbótatækifæri.
 • Öryggis- og umhverfismál séu höfð að leiðarljósi við hönnun og rekstur mannvirkja og svæða.
 • Viðhafa reglulegt og markvisst eftirlit með ástandi vinnusvæða, mannvirkja, tækja og öryggisbúnaðar.
 • Áhersla sé lögð á öryggis- og umhverfismál við kaup á vörum og þjónustu.
 • Sömu kröfur séu gerðar til allra sem sinna verkefnum á vegum Faxaflóahafna, þ.m.t. verktaka.
 • Fyrirtæki með starfsemi á svæðum Faxaflóahafna séu hvött til þess að uppfylla viðurkenndar heilbrigðis-, öryggis- og umhverfiskröfur.
 • Skipulag skili hagrænum ávinningi þar sem lífsferilssjónarmið séu höfð til hliðsjónar.
 • Umhverfisáhrif framkvæmda séu lágmörkuð.
 • Markmið séu sett í loftlagsmálum m.t.t. minnkunar kolefnislosunar og hlutleysis og gripið sé til markvissra aðgerða til að tryggja þann árangur.
 • Umgengni sé til fyrirmyndar á svæðum Faxaflóahafna.
 • Mengun sé vöktuð og gripið sé til viðeigandi ráðstafana til að hindra skaðlegar afleiðingar.
 • Dregið sé úr úrgangi, hann flokkaður, endurunninn og urðun lágmörkuð.
 • Viðhalda vottuðu heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi (ISO 45001) og umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) í samræmi við kröfur staðlanna.

 

Hafnarstjóri ber ábyrgð á jafnréttisstefnu Faxaflóahafna. Mannauðsstjóri tryggir framgang stefnunnar.

Jafnréttisstefna stuðlar að jafnri stöðu og jöfnum rétti kynjanna innan félagsins.

TILGANGUR OG UMFANG

Tilgangur jafnréttisstefnu Faxaflóahafna er að stuðla að jafnri stöðu og jafnrétti starfsfólks. Stefnan byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Stefnan tekur til allrar starfsemi Faxaflóahafna.

JAFNRÉTTISSTEFNA

Allt starfsfólk Faxaflóahafna skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf.

Faxaflóahafnir vinna markvisst að jafnri stöðu starfsfólks í samræmi við jafnréttisáætlun sem miðar að því að Faxaflóahafnir sé góður og eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla.

MARKMIÐ

 • Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
 • Laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífskoðun, fötlun, skertri

starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

 • Að auka fjölbreytileika starfshópsins.
 • Starfsfólki verði gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.
 • Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun verði aðgengileg öllu starfsfólki.
 • Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verði ekki liðin.
 • Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni

ANNAÐ

Stefnan skal kynnt fyrir starfsfólki og vera aðgengileg á innri og ytri vef Faxaflóahafna. Aðgerðir, ábyrgð og tímarammi markmiða jafnréttisstefnu eru skilgreind í jafnréttisáætlun.

Samþykkt á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. þann 24. júní 2022

 

JAFNRÉTTISÁÆTLUN 2022-2025.

Jafnréttisáætlun Faxaflóahafa fjallar um markmið og aðgerðir sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem kveðið er á í lögum nr. 150/2020.

LAUNAJAFNRÉTTI

Faxaflóahafnir gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og nýtur sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf.

Markmið:  Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Jafnlaunastefna kynnt fyrir öllu nýju starfsfólkiMannauðsstjóriAlltaf þegar nýtt starfsfólk er ráðið
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.MannauðsstjóriLokið í maí ár hvert
Leiðrétta launin ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjannaMannauðsstjóri/
Hafnarstjóri
Lokið í október ár hvert
Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST 85:2012.StjórnendurLokið í október ár hvert
Jafnréttisáætlun rýnd og uppfærð ef þörf er á.StjórnendurLokið í desember ár hvert

RÁÐNINGAR

Faxaflóahafnir miða að því að gæta fyllsta jafnréttis við ráðningu í ný störf og að val á starfsfólki sé óháð kyni. Auglýst störf skulu standa öllum kynjum opin til umsóknar.

Markmið: Laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni.MannauðsstjóriAlltaf þegar starf er laust til umsóknar

 

Markmið: Að auka fjölbreytileika starfshópsins.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Skráning haldin yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar eftir kyni.MannauðsstjóriAlltaf uppfært þegar starf er laust til umsóknar
Samantekt gerð á samsetningu starfsmannahópsins eftir kyni.MannauðsstjóriLokið í maí ár hvert

STARFSÞRÓUN, FRÆÐSLA OG ENDURMENNTUN

Starfsfólk Faxaflóahafna hefur tækifæri til starfsþróunar. Í því felst meðal annars þátttaka í vinnuhópum og námskeiðum til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Allt starfsfólk er hvatt til að sýna frumkvæði að endurmenntun og þátttöku í fræðslustarfi.

Markmið: Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun verði aðgengileg öllu starfsfólki.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Árleg greining á sókn kynjanna í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfunMannauðsstjóriLokið í maí ár hvert
Skýringa leitað og endurbætur gerðar ef komi fram kynbundinn munur á sókn starfsfólks í endurmenntun og starfsþjálfunMannauðsstjóriLokið í maí ár hvert

 

SAMRÆMING FJÖLSKYLDU- OG ATVINNULÍFS

Faxaflóahafnir skipuleggja vinnufyrirkomulag og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og einkalíf eins og frekast er kostur. Samræming þessara þátta byggist á gagnkvæmum skilningi vinnuveitanda og starfsfólks á þörfum hvors annars og vilja beggja aðila til að sýna tillitssemi og ná fram sanngjarnri niðurstöðu. Lykilhugtak í samræmingu vinnu og einkalífs er „sveigjanleiki”, en nota ber það með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi.

Markmið: Starfsfólki verði  gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Öllu nýju starfsfólki kynntur sá réttur sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna við ráðninguMannauðsstjóriAlltaf þegar nýtt starfsfólk er ráðið
Farið yfir hlutverk og ábyrgð með starfsfólki í starfsmannaviðtölum.Stjórnendur, MannauðsstjóriLokið í maí ár hvert

KYNBUNDIÐ OFBELDI, KYNBUNDIN ÁREITNI OG KYNFERÐISLEG ÁREITNI

Faxaflóahafnir líða ekki kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni, mismunun eða fordóma af nokkru tagi. Komi upp aðstæður innan vinnustaðarins sem lýsa má með neðan greindum hætti skal haft samband við næsta yfirmann. Unnið er með sérhvert tilfelli og hlutaðeigandi aðilar studdir til að leysa málin. Þyki ástæða til eru utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til aðstoðar í samræmi við viðbragðsáætlun.

Skilgreiningar:

Þegar fjallað er um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni, þá er stuðst við eftirfarandi skilgreiningar. Þessar skilgreiningar byggja á gildandi lögum og reglugerðum:

Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn eða líkamleg.

Markmið: Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verði ekki liðin.

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllu nýju starfsfólki við ráðninguMannauðsstjóriAlltaf við ráðningu nýs starfsfólks
Kynna fyrir starfsfólki Viðbragðsáætlun einelti, kynferðislegt áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi. Áætlun er aðgengileg á innri vef.MannauðsstjóriLokið í ágúst 2022

 

Markmið: Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni

AðgerðÁbyrgðTímarammi
Reglubundin fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Mannauðsstjóri

Lokið í september ár hvert

 

ENDURSKOÐUN

Hafnarstjóri hefur frumkvæði að því að endurskoða og uppfæra jafnréttisstefnuna og jafnréttisáætlun á tveggja ára fresti.

FaxaportsFaxaports linkedin