fbpx

Hlutverk Faxaflóahafna er að vera drifkraftur viðskipta- og atvinnulífs á Faxaflóasvæðinu,
að skapa virði í samfélaginu með þróun hafnarinnviða og hafnarsvæða og að veita
skilvirka þjónustu við skip.

FRAMTÍÐARSÝN
Faxaflóahafnir eru meðal fremstu hafna í Norður-Atlantshafi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja Faxaflóahafnir samkeppnisstöðu Íslands. Faxaflóahafnir eru grænar, öruggar og skilvirkar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipulagning svæða er með grænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi.

STEFNUÁHERSLUR

Öruggar hafnir

Fyrirmynd í öryggi og öflug hafnavernd þar sem markvist er unnið að því að koma í veg fyrir slys, umhverfis- og eignatjón.

Grænar hafnir

Forysta í loftslags- og umhverfismálum í hafnsækinni starfsemi. Faxaflóahafnir eru kolefnishlutlausar í eigin rekstri.

Skilvirkar hafnir

Þróa hafnarinnviði sem stuðla að skilvirkri og snjallvæddri þjónustu við skip og aðra viðskiptavini.

Mannauður

Framsækinn og eftirsóttur vinnustaður þar sem mannauður þróast til að takast á við tækifæri og áskoranir til framtíðar.

Markmið sem styðja við stefnuáherslur Faxaflóahafna

Koma í veg fyrir slys og tjón

Auka nýtingu auðlinda

Bæta vinnustaðamenningu

Bæta úrgangsstjórnun

Snjallvædd þjónusta

Auka kolefnisjöfnun

Snjallvædd starfssemi

Auka umhverfisvitund

Tryggja öfluga hafnarvernd

Þróun mannauðs

Bæta loftgæði í kringum hafnir

Auka hlutfall umhverfisvænnar orku

Undirstefnur Faxaflóahafna styðja enn frekar við stefnuáherslur og markmið hér að ofan

Faxaflóahafnir sf. er fyrirtæki í hafnarþjónustu, þróun hafnarinnviða og lands. Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi og til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU). Fyrirtækið skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum í því skyni að auka öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisvitund starfsmanna, viðskiptavina og þjónustuaðila sinna. Á þann hátt er áhætta starfseminnar lágmörkuð.

Helstu áherslur Faxaflóahafna sf. í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum eru að:

 • Uppfylla viðeigandi kröfur laga og reglugerða, framfylgja leiðsögn stjórnvalda og eigenda í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum.
 • Starfsumhverfi sé heilbrigt og vinnustaðamenning stuðli að jafnrétti og fjölbreytni.
 • Varnarlög séu skilgreind á grundvelli áhættumats fyrir starfsemina.
 • Starfsfólk þekki og uppfylli öryggis- og umhverfisreglur.
 • Starfsfólk, með stuðningi stjórnenda, móti og taki virkan þátt í stöðugum umbótum.
 • Starfsfólki sé boðið reglubundnar heilsufarsmælingar og ráðgjöf.
 • Atvik séu skráð og orsök þeirra greind með það að markmiði að finna umbótatækifæri.
 • Öryggis- og umhverfismál séu höfð að leiðarljósi við hönnun og rekstur mannvirkja og svæða.
 • Viðhafa reglulegt og markvisst eftirlit með ástandi vinnusvæða, mannvirkja, tækja og öryggisbúnaðar.
 • Áhersla sé lögð á öryggis- og umhverfismál við kaup á vörum og þjónustu.
 • Sömu kröfur séu gerðar til allra sem sinna verkefnum á vegum Faxaflóahafna, þ.m.t. verktaka.
 • Fyrirtæki með starfsemi á svæðum Faxaflóahafna séu hvött til þess að uppfylla viðurkenndar heilbrigðis-, öryggis- og umhverfiskröfur.
 • Skipulag skili hagrænum ávinningi þar sem lífsferilssjónarmið séu höfð til hliðsjónar.
 • Umhverfisáhrif framkvæmda séu lágmörkuð.
 • Markmið séu sett í loftlagsmálum m.t.t. minnkunar kolefnislosunar og hlutleysis og gripið sé til markvissra aðgerða til að tryggja þann árangur.
 • Umgengni sé til fyrirmyndar á svæðum Faxaflóahafna.
 • Mengun sé vöktuð og gripið sé til viðeigandi ráðstafana til að hindra skaðlegar afleiðingar.
 • Dregið sé úr úrgangi, hann flokkaður, endurunninn og urðun lágmörkuð.
 • Viðhalda vottuðu heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi (ISO 45001) og umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) í samræmi við kröfur staðlanna.

 

Allt starfsfólk Faxaflóahafna skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Faxaflóahafnir vinna markvisst að jafnri stöðu starfsfólks í samræmi við jafnréttisáætlun sem miðar að því að Faxaflóahafnir sé góður og eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla.

MARKMIÐ:

 • Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
 • Laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu
 • Að auka fjölbreytileika starfshópsins.
 • Starfsfólki verði gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.
 • Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun verði aðgengileg öllu starfsfólki.
 • Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verði ekki liðin
 • Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni
FaxaportsFaxaports linkedin