Viðskiptaskilmálar Faxaflóahafna sf. – gildir frá 1. janúar 2024

 

Skilmálar þessir eiga við um viðskipti við Faxaflóahafnir sf. og eru gefnir út til að tryggja skilvirkt ferli reikninga og greiðslna.

Athugið að skorti umbeðnar upplýsingar á reikning getur það valdið töfum á greiðslum og jafnvel orðið til þess að reikningi verði hafnað.

Hlekkur að skjali um Heilindi og gæði í viðskiptum má finna hér.

Faxaflóahafnir sf. eru pappírslaust fyrirtæki og fara öll reikningsviðskipti í gegnum rafræna skeytamiðlun (Inexchange ásamt öðrum). Sé birgi ekki með rafræna skeytamiðlun, skal hann senda reikninga í gegnum þar til gerða gátt Faxaflóahafna, sjá:, https://inexchange.is/faxafloahafnir-mottokuvefur/

 

Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir birgja og þjónustuaðila:

 1. Reikninga skal senda í gegnum rafræna skeytamiðlun. Sé birgi ekki með rafræna skeytamiðlun, skal hann nýta sér gátt Faxaflóahafna. Sjá upplýsingar hér að ofan.
 2. Reikninga skal stíla á réttan lögaðila.

a. Faxaflóahafnir sf. Kt. 530269-7529 Tryggvagata 17 101 Reykjavík

 1. Reikningar skulu innihalda eftirfarandi:

a. Reikningsnúmer

b. Samningsnúmer, beiðnanúmer (rafrænar beiðnabók Síminn Pay) eða verknúmer með tilskyldu verkhlutanúmeri (Uppgefið af Faxaflóahöfnum, verknúmer birgja nægir ekki)

c. Nafn innkaupaaðila/verkefnastjóra (Uppgefið af Faxaflóahöfnum)

 1. Reikningar skulu vera skilmerkilega uppsettir, með sundurliðun á vöru og þjónustu. Þá skal taka fram magn, einingarverð, afslætti og heildarverð. Vinnuskýrslur skulu fylgja með þar sem það á við.
 2. Kennitala birgja á reikningi þarf að vera sú sama og kemur fram á tilboði/samningi.
 3. Vöru- og þjónustusala er einungis heimilt að senda reikning eftir að vara eða þjónusta hefur verið innt af hendi.
 4. Ef reikningur inniheldur ekki nægar upplýsingar til að staðfesta réttmæti hans verður honum hafnað þar til fullnægjandi upplýsingar berast.
 5. Reikningar fyrir viðskipti hvers mánaðar þurfa að berast fyrir 5. næsta mánaðar svo unnt sé að staðfesta réttmæti og greiða á tilskyldum tíma.
 6. Almennir greiðsluskilmálar eru líðandi mánuður +20 dagar. Hafi aðilar samið um lengri greiðslufrest, skal tiltaka hann á reikningi.
 7. Stofna skal einn greiðsluseðil fyrir heildarúttekt mánaðar í innheimtukerfi bankanna.
 8. Skilmálar þessir geta tekið breytingum en slíkar breytingar munu vera kynntar með minnst 30 daga fyrirvara á vef Faxaflóahafna sf., www.faxafloahafnir.is.

Skilmálar þessir gilda frá og með 01.01.2024

 

Fyrir frekari upplýsingar og aðstoð varðandi reikninga og umsýslu þeim tengda má hafa samband um notkun á gáttinni má senda á fjarmal@faxafloahafnir.is

FaxaportsFaxaports linkedin