Umhverfisskýrsla vegna áframhaldandi þróunar Sundahafnar í Reykjavík var send Skipulagsstofnun 25. nóvember 2021 af Eflu fyrir hönd Faxaflóahafna. Skipulagsstofnun kynnti hana í framhaldinu með auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þann 13. desember. Umhverfismatsskýrslan mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun frá 13. desember 2021 til 31. janúar 2022 og á vef stofnunarinnar, www.skipulag.is. Frestur umsagnaraðila og almennings til að skila umsögnum og athugasemdum er til 31. janúar 2022.

Skipulagsstofnun óskaði eftir því að haldin yrði kynning á skýrslunni sem Efla gerði í Sjávarklasanum þann 21. desember sl.

Hér með þessari frétt má sjá upptöku af kynningunni.

FaxaportsFaxaports linkedin