Í dag var fyrsta söluhýsið á Ægisgarði afhent hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.  Nokkur aðdragandi hefur verið að undirbúningi og framkvæmd byggingu söluhýsanna á Ægisgarði en framkvæmdir á staðnum hafa staðið yfir frá því síðla árs 2019.  Ráðgert var að framkvæmdum myndi ljúka 1. apríl – en farsótt og veður töfðu verkefnið, sem er nú á lokametrunum.  Næsta hús verður afhent Special Tours eftir helgina.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um eða laust eftir næstu mánaðarmót og þá verður fleiri aðilum afhent aðstaða.  Hvalaskoðun og náttúrusiglingar hafa vaxið mikið á síðustu árum, en í ár er eins og annars staðar í samfélaginu óvenjulegt ástand.  Þessi starfsemi er eftir sem áður orðin og verður áfram snar þáttur í hafnarlífinu og vonir um að á komandi ári verði fyrri umsvifum náð. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðiteikningar annaðist verkfræðistofan Hnit,en aðalverktaki er E. Sigurðsson ehf. Á myndunum má sjá Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóra afhenda Rannveigu Grétarsdóttur hjá Eldingu lyka að fyrsta húsin,en hjá þeim stendur Gísli Gíslason, líka hafnarstjóri.

FaxaportsFaxaports linkedin