Um þessar mundir stendur yfir ráðstefna og sölusýning vegna skemmtiferðaskipa á Miami, en Faxaflóahafnir sf. og Reykjavíkurhöfn áður hefur haft viðveru á þessum viðburði um árabil.  Þessi sýning og ráðstefna er sú stærsta sem tegist skemmtiferðaskipunum og mikilvægt að sinna því markaðsstarfi sem leiðir til aukningar heimsókna til Reykjavíkur og Íslands. 

Ágúst Ágústsson, undirritaður og Júlíus Vífill, formaður hafnarstjórnar sækja nú ráðstefnuna ásamt fúlltrúum Hafnarfjarðar, Grundarfjarðar, Ísafjarðar, Akureyrar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar, en að auki eru einnig fulltrúar seljenda þjónustu við farþegar skemmtiferðaskipanna svo sem Iceland Excursion og Atlantic.  Í ræðum forkólfa skemmtiferðaskipabransans þá kom m.a. fram að „kreppan“ hefur bitið í þessa atvinnugrein eins og svo margar aðrar, en allir voru þeir fullvissir þess að úr myndi rætast.  Fyrir tveimur árum var mikil gróska og bjarstýni ríkjandi m.a. varðandi fleiri ný og stærri skip og verulega aukningu farþega.  Nú er varnarbarátta og aldrei mikilvægara að sinna öflugu markaðsstarfi.

Það einkennir skemmtiferðaskipakomur að þegar vel gengur að ná skipum til Reykjavíkur eða á Akureyri þá njóta fleiri hafnir.  Þess vegna er gott samstarf í þessum geira mikilvægt.  Útlitið fyrir sumarið 2009 er gott en áhyggjur manna beinast að því hvernig kaupin gerast á Eyrinni á árinu 2010 og 2011.  Hins vegar má segja frá því að í dag var m.a. gengið frá því að sumarið 2010 mun koma til Reykjavíkur eitt stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur þar í höfn – eða um 150.000 BT – en þetta skip er nú í smíðum og kemur m.a. við í höfuðborginni í jómfrúarferð sinni.  Það verður bara spennandi.

Færeyingar eru með öflugan flokk í Miami og á myndinni hér til hægri er hún Mia frá Þórshöfn en hún hefur unnið lengi að markaðsmálum hjá höfninni í Þórshöfn.

Annars allt gott:=“)

Kveðja Gísli G

FaxaportsFaxaports linkedin