Eins og sjá má í frétt á forsíðu heimasíðu fyrirtækisins urðu Faxaflóahafnir sf. í 2. sæti útnefningar á Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun 2012 – í flokki stærri stofnana. Niðurstaðan er ánægjuleg og ástæða til að óska starfsfólki til hamingju með þáu jákvæðu skilaboð sem í þessu felast. strv_fyrirmyndarstofnun_2012_329838054

Í könnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eru margir áhugaverðir mælikvarðar sem skoðaðir eru og ástæða til að hafa þá í huga varðandi starfsmannamál allra fyrirtækja. Augljóst er að þrátt fyrir góða niðurstöðu þá er rými fyrir framfarir því enginn skyldi draga þá ályktun að „þetta sé nógu gott“. Könnunin er gott vegarnesti og áhugavert fyrir stjórnendur Faxaflóahafna sf. að skoða hvar bæta megi hluti þó svo að heildar niðurstaðan gefi til kynna að byggt sé á góðum grunni.

Fyrir þá sem vilja kynna sér samantekt um Faxaflóahafnir sf. og aðrar stofnanirþá fylgir HÉR blöðungur frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Megin niðurstaðan er að ítreka árnaðaróskir til starfsfólks hafnarinnar – það eru öll efni til þess að vera stolt af niðurstöðunni – en með það markmið að leiðarljósi að bæta í það sem annars er vel gert.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri 

FaxaportsFaxaports linkedin