Í dag, 17. júlí – fór áhöfnin á Jóni forseta með dömurnar á hafnarskrifstofunni út í Viðey. Að vísu vantaði Auði fjármála og Söru ritara – en þar sem vætutíð er framundan var með skömmum fyrirvara ákveðið að leggja fley ofan á sjó og heimsækja söguslóðir. Með í för að auki voru Ágúst markaðsstjóri og Vignir skipulags. videy-jon_forseti

Siglt var af Sléttunni út í Bæjarvör og gengið í Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Þar var boðið upp á kaffi og gos. Á myndinni hér til hægri er forsetinn á feikna siglingu – en Jósef Ægir tók myndina – hann var kapteinn á Magna sem var í verkefnum við Skarfabakka og Korngarð.

Þegar haldið var að nýju til skips mátti sjá Vigni skipulags leggja tveimur dömum ómetanlegt lið þar sem hann myndaði þær í bak og fyrir – og augljóst að listrænt eðli skipulagsfulltrúans leynir sér ekki. Þegar um borð var komið sigldi forsetinn austur fyrir Viðey framhjá Gufunesi og Geldinganesi þar sem vaðandi makríltorfur glöddu augað. Einum landað um borð.

Síðan var siglt vestur fyrir Viðey og í Gömlu höfnina þar sem liðinu var skilað á land. Þeir Gilbert skipstjóri og Jón sjálfur forseti sigldu síðan upp á Akranes. Þeir renndu fyrir fisk á nokkrum stöðum – en litlar fréttir eru af aflabrögðum – enda um að ræða rannsóknarveiði.

videy-vignirEn sem sagt – allir kátir í blíðunni – hér að neðan er mynd af sjófarendum – á myndina vantar að vísu kaptein Gilbert, sem tók myndina og Jón forseta sjálfan, sem aðstoðaði við myndatökuna.

videy-lidid

FaxaportsFaxaports linkedin