Öryggisnefnd Faxaflóahafna sf.
 
Fundargerð.
 
 
 
3. fundur
 
Ár 2008, 01. október kom öryggisnefnd Faxaflóahafna sf. saman ásamt hafnarstjóra til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
 
 
Mættir:
            Hallur Árnason
            Jón Guðmundsson
            Ragnar Arnbjörnsson
            Gísli Jóhann Hallsson
            Júlíus Víðir Guðnason                      
            Þórdís Sigurgestsdóttir
            Gísli Gíslason
 
Atriði sem farið var yfir á fundinum:
 
 
1.      Farið yfir tilboð fyrirtækisins Vinnuvernd ehf um ráðgjöf og aðstoð þeirra í vinnuverndarmálum. Ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið og að öryggisnefndin leiði starf fyrirtækisins fyrir Faxaflóahafnir s/f.
 
2.      Farið yfir almenna þætti er lúta að öryggismálum Faxaflóahafna. Ákveðið að setja niður öryggisreglur fyrir fyrirtækið og hafa til hliðsjónar reglur fyrirtækja er starfa á hafnarsvæði Faxaflóahafna, t.d. Eimskip, Samskip og Norðurál. Miðað við að reglurnar verði tilbúnar um næstu áramót.
 
3.      Farið yfir hættu þeirra er starfa á vöktum hjá fyrirtækinu. Á kvöldin og nóttunni liggur við stríðsástandi við hafnarhúsið og því ekki hættulaust að vera á ferðinni á þeim tíma. Tillaga að úrbótum væru td. bætt lýsing við andyri, myndavélar, þjófavarnarkerfi. Gísli hafnarstjóri tekur að sér að ræða við Helga Laxdal um málið.
 
4.      Farið yfir eineltismál.
 
5.      Ákveðið að halda næsta fund 05/11 2008 kl. 10:30.
 
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið 09:45
FaxaportsFaxaports linkedin