fbpx

Í byrjun árs varð sú breyting í hafnarþjónustu að Helgi Magnússon vaktformaður lét að störfum en við vaktformannsstöðunni tók Erling Þór Pálsson. Þá færði Hjörtur Jónasson sig af B vakt yfir á D vakt og í mars mun Jósef Ægir Stefánsson færa sig af A vakt yfir á B vakt.
Því var staða hafnsögumanns auglýst laus til umsóknar og bárust alls 23 umsóknir. Niðurstaðan var að ráða Jakob J. Jónsson og mun hann hefja störf 1. mars nk.
Jakob hefur starfað sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, Eimskip, Royal Caribbean Cruise Lines og sem skipstjóri hjá Neptune og SolstadFarstad ASA sem rekur þjónustuskip í olíuiðnaðinum í Mexíkóflóa. Nú síðast var hann skipstjóri á skipinu Nor Valiant.

Faxaports Faxaports linkedin