Hann Halldór Valdemarsson, sem lét af störfum í byrjun desember eftir tæplega 40 ára starf hjá höfninni, kom færandi hendi á skrifstofuna á fyrsta vinnudegi árins.  Hann vildi sem sagt skilja eitthvað eftir sig auk þeirra áratuga sem hann af lagði að mörkum til starfsemi hafnarinnar.   Göf Halldórs er sem sagt vatnslitamynd eftir Arthur Ragnarsson af Jötni gamla, en á myndinni má einnig sjá í bakgrunni skrokkinn af fyrsta Magna og síðan fyrsta Damen bátinn, sem bar nafnið Magni.  Myndinni var að sjálfsögðu komið fyrir á besta stað og er Halldóri færð hjartans þökk fyrir hugulsemina og velvilja í garð fyrirtækisins og starfsfólksins á þeim tímamótum sem hann lætur af störfum.  Myndin rifjaði upp margar góðar minningar þeirra sem hafa verið lengi hjá höfninni.  En sjón er sögu ríkari!

FaxaportsFaxaports linkedin