DSC_1436Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 25. nóvember kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma).
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir:
Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
– Framkvæmdir og verkefni Faxaflóahafna sf. árið 2016.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar:
– Akraneshöfn og Sementsreitur – þróun og markmið til framtíðar.
Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna sf:
– Verkefni Faxaflóahafna sf. til betra umhverfis.
Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf:
 – Flóasiglingar og ný Akraborg.
Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda hf:
 – Sjálfbær sjávarútvegur sem mengar ekki.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini.

FaxaportsFaxaports linkedin