fbpx

Í júlí síðastliðnum var starf yfirverkstjóra Faxaflóahafna auglýst til umsóknar. Gefinn var frestur til loka júlí til þess að legga inn umsóknir. Alls bárust fjörutíu og þrjár umsóknir um starfið.

Í framhaldi af því voru sjö umsækjendur teknir í viðtöl.   Niðurstaða ofangreindra viðtala var að  ráða Jóhann Pál Guðnason í starfið.  Jóhann Páll hefur unnið hjá Bækistöð Faxaflóahafna sem húsasmiður síðan júlí 2007 og er því vel kunnugur starfsemi Faxaflóahafna.

Jóhann Páll Guðnason

Jón Guðmundsson yfirverkstjóri mun láta af störfum í lok október næstkomandi og þá mun nýr verkstjóri taka til starfa.

Helgi Laxdal
Forstöðumaður rekstardeildar

FaxaportsFaxaports linkedin