Ár 2012, föstudaginn 14. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Sveinn Kristinsson
Páll Brynjarsson
 
Varafulltrúar:
Ása Helgadóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1.    Fjárhagsáætlun ársins 2013 ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2013 og greinargerð hafnarstjóra dags. 12.9.2012.
Hafarstjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar og helstu verkefnum. Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2013.
 
2.    Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. ásamt greinargerð hafnarstjóra fyrir árin 2014 – 2017.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra að fjárhagsáætlun fyrir árin 2014 – 2017.
 
3.    Minnisblað forstöðumanns rekstradeildar og verkefnastjóra í Bækistöð um svæði fyrir dorgveiði við Gömlu höfnina dags. 6.9.2012.
Hafnarstjóra falið vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað.
 
4.    Rammaskipulag fyrir hluta Gömlu hafnarinnar.
Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum rammaskipulags sem starfshópur á vegum borgarráðs Reykjavíkur hefur unnið að. Tillagan verður lögð formlega fram á næsta fundi hafnarstjórnar.
 
5.    Drög að samningi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um sölu á hluta lands við Mýrargötu og slippasvæði. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra varðandi kostnað og þróun Mýrargötusvæðisins frá árinu 2000 – 2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu viðræðna við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að undirrita hann ásamt afsali fyrir þeim eignum sem seldar eru Reykjavíkurborg.
 
6.    Umsókn HB Granda hf. um lóð á Norðurgarði ásamt viðbótargreinargerð fyrirtækisins dags. 5. júní 2012 og tölvumyndum vegna fyrirhugaðrar frystigeymslubyggingar. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og HB Granda hf. varðandi útlit og umhverfi frystigeymslu á Norðurgarði og Grandagarði 20.
Formaður stjórnar gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa HB Granda hf. Fyrir liggur tillaga að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og HB Granda hf. um að útlit frystigeymslunnar á Norðurgarði verði unnið í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna, haft verði samráð við Faxflóahafnir sf. og Húsafriðunarnefnd um frágang bygginga við grjóthleðslu Norðurgarðs og loks að unnið verði að úrbótum á útliti eigna á Grandagarði 20. Hafnarstjórn samykkir úthlutun umbeðinnar lóðar til HB Granda hf. og felur hafnarstjóra að ganga frá viðeigandi skjölum og undirrita samkomulag um útlit og umhverfi mannvirkja á lóðum fyrirtækisins.
 
7.    Erindi Viðeyingafélagsins dags. í ágúst 2012 varðandi landbrot á suður- og austurströnd Viðeyjar.
Lagt fram. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir samstarfi við Reyjavíkurborg um gerð áætlunar um hvernig megi verja austurhluta Viðeyjar frekara landbroti og verja minjar sem þar eru í fjörunni.
 
8.    Fundargögn vegna Hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september n.k. Skýrsla stjórnar, tillaga að árgjöldum fyrir árin 2013 og 2014, skýrsla um fjárhag hafna og tillögur að ályktunum Hafnasambandsþings.
Lögð fram.
 
9.    Forkaupsréttarmál:
a.    Erindi Fasteignamiðlunar Grafarvogs, dags. 3.9.2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6868. Seljandi Emiliano Monaco, kt. 160775-4839. Kaupandi Hjördís Árnadóttir, kt. 011173-3739 og Ragnar Þórisson, kt. 180471-3089.
b.    Erindi Héðins hf. dags. 12.9.2012, um að fasteign fyrirtækisins við Tangaveg 1, Grundartanga færist yfir á Héðinsnaust ehf., sem er í eigu sama aðila.
c.    Erindi R101 ehf. dags. 14.9. 2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti að húsinu nr. 1 við Skútuvog.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að nýting lóðar falli að lóðaskilmálum og deiliskipulagi.
 
10.Önnur mál.
Júlíus Vífill og Hanna Birna lögðu fram eftirfarandi bókun og fyrirspurn: “Á undanförnum árum hafa mikil sóknarfæri verið í ferðaþjónustu fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Fjölgun ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum er hluti af þessari jákvæðu þróun. Mikilvægt er að aðstaða og hafnarþjónusta fyrir skemmtiferðaskip sé til fyrirmyndar og að öryggi skipa og farþega sé tryggt. Nýlega bárust fréttir af stóru skemmtiferðaskipi sem gat ekki sökum veðurs farið frá Skarfabakka og var helst af fréttum að skilja að hætta hafi skapast. Óskað er eftir greinargerð hafnarstjóra um þetta atvik. Í greinargerðinni komi fram með hvaða hætti Faxaflóahafnir sf. tryggi öryggi skemmtiferðaskipa í ljósi stærða og fjölda farþega.”
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30
 

Fundur nr. 101
Ár 2012, föstudaginn 14. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll H. Hjaltason

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Sveinn Kristinsson

Páll Brynjarsson

Varafulltrúar:

Ása Helgadóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Kristjana Óladóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Fjárhagsáætlun ársins 2013 ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2013 og greinargerð hafnarstjóra dags. 12.9.2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar og helstu verkefnum. Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2013. 
2. Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. ásamt greinargerð hafnarstjóra fyrir árin 2014 – 2017.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra að fjárhagsáætlun fyrir árin 2014 – 2017. 
3. Minnisblað forstöðumanns rekstradeildar og verkefnastjóra í Bækistöð um svæði fyrir dorgveiði við Gömlu höfnina dags. 6.9.2012.
Hafnarstjóra falið vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað. 
4. Rammaskipulag fyrir hluta Gömlu hafnarinnar.
Formaður gerði grein fyrir helstu atriðum rammaskipulags sem starfshópur á vegum borgarráðs Reykjavíkur hefur unnið að. Tillagan verður lögð formlega fram á næsta fundi hafnarstjórnar. 
5. Drög að samningi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um sölu á hluta lands við Mýrargötu og slippasvæði. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra varðandi kostnað og þróun Mýrargötusvæðisins frá árinu 2000 – 2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu viðræðna við fulltrúa Reykjavíkur-borgar. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að undirrita hann ásamt afsali fyrir þeim eignum sem seldar eru Reykjavíkurborg. 
6. Umsókn HB Granda hf. um lóð á Norðurgarði ásamt viðbótargreinargerð fyrirtækisins dags. 5. júní 2012 og tölvumyndum vegna fyrirhugaðrar frystigeymslubyggingar. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og HB Granda hf. varðandi útlit og umhverfi frystigeymslu á Norðurgarði og Grandagarði 20.
Formaður stjórnar gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa HB Granda hf. Fyrir liggur tillaga að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og HB Granda hf. um að útlit frystigeymslunnar á Norðurgarði verði unnið í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna, haft verði samráð við Faxaflóahafnir sf. og Húsafriðunarnefnd um frágang bygginga við grjóthleðslu Norðurgarðs og loks að unnið verði að úrbótum á útliti eigna á Grandagarði 20. Hafnarstjórn samþykkir úthlutun umbeðinnar lóðar til HB Granda hf. og felur hafnarstjóra að ganga frá viðeigandi skjölum og undirrita samkomulag um útlit og umhverfi mannvirkja á lóðum fyrirtækisins. 
7. Erindi Viðeyingafélagsins dags. í ágúst 2012 varðandi landbrot á suður- og austurströnd Viðeyjar.
Lagt fram. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um gerð áætlunar um hvernig megi verja austurhluta Viðeyjar frekara landbroti og verja minjar sem þar eru í fjörunni. 
8. Fundargögn vegna Hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september n.k. Skýrsla stjórnar, tillaga að árgjöldum fyrir árin 2013 og 2014, skýrsla um fjárhag hafna og tillögur að ályktunum Hafnasambandsþings.
Lögð fram. 
9. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Fasteignamiðlunar Grafarvogs, dags. 3.9.2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6868. Seljandi Emiliano Monaco, kt. 160775-4839. Kaupandi Hjördís Árnadóttir, kt. 011173-3739 og Ragnar Þórisson, kt. 180471-3089.

b. Erindi Héðins hf. dags. 12.9.2012, um að fasteign fyrirtækisins við Tangaveg 1, Grundartanga færist yfir á Héðinsnaust ehf., sem er í eigu sama aðila.

c. Erindi R101 ehf. dags. 14. 9. 2012 um að fallið verði frá forkaupsrétti að húsinu nr. 1 við Skútuvog.

Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að nýting lóðar falli að lóðaskilmálum og deiliskipulagi. 
10. Önnur mál.
Júlíus Vífill og Hanna Birna lögðu fram eftirfarandi bókun og fyrirspurn: “Á undanförnum árum hafa mikil sóknarfæri verið í ferðaþjónustu fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Fjölgun ferðamanna sem koma með skemmtiferða-skipum er hluti af þessari jákvæðu þróun. Mikilvægt er að aðstaða og hafnarþjónusta fyrir skemmtiferðaskip sé til fyrirmyndar og að öryggi skipa og farþega sé tryggt. Nýlega bárust fréttir af stóru skemmtiferðaskipi sem gat ekki sökum veðurs farið frá Skarfabakka og var helst af fréttum að skilja að hætta hafi skapast. Óskað er eftir greinargerð hafnarstjóra um þetta atvik. Í greinargerðinni komi fram með hvaða hætti Faxaflóahafnir sf. tryggi öryggi skemmtiferðaskipa í ljósi stærða og fjölda farþega.” 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin