Ár 2013, föstudaginn 17. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:30.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
 
Varafulltrúi:
Arna Garðarsdóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
 
1.     Ársskýrsla Faxaflóahafna sf.
Lögð fram.
 
2.     Grænt bókhald Faxaflóahafna sf. vegna ársins 2012.
Hafnarstjórn staðfestir niðurstöðu græns bókhalds fyrir árið 2012.
 
3.     Fjörusteinninn – tillaga veitingu umhverfisverðlauna Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu um að veita hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu Fjörusteininná aðalfundi félagsins síðar í dag.
 
4.     Niðurstaða dómnefndar í samkeppni HB Granda hf. um umhverfislistaverk á Norðurgarði.
Með vísan til samkomulags Faxaflóahafna sf. og HB Granda hf. um listskreytingu á Norðurgarði tekur hafnarstjórn jákvætt í staðsetningu og uppsetningu verksins en  óskar eftir umsögn skipulagsráðs Reykjavíkur og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur um tillöguna.
 
5.     Lóðaumsóknir.
a.    Bréf Atafls hf. dags. 22. apríl 2013 þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðina nr. 1 við Korngarða í Reykjavík.
b.    Bréf Stálsmiðjunnar ehf. dags.10.5. 2013 þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð undir upptökumannvirki á Grundartanga.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi Atafls hf. um vilyrði fyrir lóð við Korngarða og Stálsmiðjunnar ehf. um vilyrði fyrir lóð á Grundartanga. Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjendur um frekari útfærslu málsins, en áskilur að málið komi til endanlegrar afgreiðslu hafnarstjórnar áður en til formlegrar úthlutunar kemur.
 
6.     Málefni Björgunar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa Björgunar ehf.
Arna Garðarsdóttir vék af fundi.
 
7.     Lóðamál.
a.    Lóðamál vegna Grandagarðs 10 (Kaffivagninn). Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.5. 2013.
b.    Beiðni um útiaðstöðu vegna veitingahúss að Geirsgötu 3. Afstöðumynd frá NEXUS dags. 30.4. 2013.
Hafnarstjóra heimilað að ganga frá lóðarleigusamningi vegna Grandagarðs 10. Hafnarstjórn samþykkir fyrirkomulag á útisvæði við Geirsgötu 3, en þó þannig að gerður verði skammtímaleigusamningur um svæðið með venjubundnum fyrirvara um uppsögn.
 
8.     Umhverfisúttekt á Grundartanga. Skýrsla starfshóps dags. í apríl 2013. Tölvupóstur Kjósarhrepps dags. 13.5.2013 þar sem gerð er grein fyrir bókun hreppsnefndar þar sem úttekt Faxaflóahafna sf. á stöðu umhverfismála á Grundartanga er fagnað og lýst yfir vilja til að vinna með aðilum til að draga markvisst úr útblæstri mengandi efna á verksmiðjusvæðinu. Fréttatilkynning Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.
Formaður stjórnar gerði grein fyrir efni skýrslunnar og kynningu hennar.   Bókun hreppsnefndar Kjósarhrepps og fréttatilkynning Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð lögð fram.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með gerð skýrslunnar og vonar að hún verði gagnlegt innlegg í umræðu um umhverfismál á Grundartanga. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að koma tillögum nefndarinnar á framfæri við þá aðila sem þær varða. Samþykkt að taka skýrsluna fyrir á næsta fundi til frekari umfjöllunar.
 
9.     Bakkaskemma – endurnýjun 2. hæðar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Samþykkt að heimila hafnarstjóra að bjóða út næsta áfanga innréttinga hússins þegar útboðsgögn og kostnaðaráætlun liggja fyrir. Til að mæta kostnaði við verkefnið er gatnagerð utan Klepps frestað til ársins 2014. 
 
10. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. maí 2013 þar sem drög að nýju aðalskipulagi er lögð fram til kynningar ásamt umhverfismati og öðrum fylgigögnum.
Lagt fram.
 
11. Orðsending Reykjavíkurborgar dags. 25.3.2013 ásamt erindi Einars Þórs Einarssonar dags. 21.3.2013 þar sem reifuð er hugmynd um að koma upp litlum sölubásum við Skarfabakka innan tollfrjálsrar girðingar til sölu á íslensku handverki.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.
 
 
12. Önnur mál.
Lagður fram minnislisti um viðburði og hugmyndir að viðburðum í tengslum við 100 ára hafnargerð í Gömlu höfninni.
Næsti fundur ákveðinn 7. júní n.k.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:10