Ár 2017, föstudaginn 20. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
S.Björn Blöndal
Varafulltrúi:
Halldór Halldórsson
Árni Hjörleifsson
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Sigríður Bergmann
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1. Skipulagsmál:
a. Ósk umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur um umsögn varðandi hugmynd að breytingu lóðarmarka og deiliskipulags Grandagarðs 2.
Í erindinu felst stækkun lóðar Grandagarðs 2 og færslu götustæðis Grandagarðs.  Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu til fyrirhugaðrar starfsemi á lóðinni, en telur nauðsynlegt að fyrir liggi greining á umferðarflæði götunnar.  Þá er ljóst að breytingin kann að hafa í för með sér kostnað vegna lagna sem í götunni eru auk þess sem bent er á hagsmuni lóðarhafa handan Grandagarðs.
b. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Ann María Andreasen, ásamt fylgigögnum dags. 7.11.2016 þar sem óskað er umsagnar erindis varðandi breytingu deiliskipulags á Grandagarði 8.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um afstöðu annarra eigenda Grandagarðs 8 um aukinn byggingarrétt.  Stjórn Faxaflóahafna sf. getur því ekki fallist á erindið eins og það er lagt fram.
c. Bréf Guðna Pálssonar arkitekst dags. 13.9.2016 vegna lóðarstærðir og byggingarmagn á Fiskislóð 45. Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 4.1.2017.
ÓA víkur af fundi.  Hafnarstjórn óskar eftir umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um erindið.
d. Erindi Hampiðjunnar hf. dags. 6.1.2017 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi svo unnt verði að byggja veiðarfærageymslu innan lóðar fyrirtækisins við Skarfagarða 4.
Hafnarstjórn fellst á erindið fyrir sitt leyti og samþykkir að Hampiðjan sendi umhverfis- og skipulagsráði nauðsynleg gögn með erindi um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
e. Fyrirspurn Páls Hjaltasonar, arkitekts varðandi byggingu móttökuskála og sýningarhúss að Fiskislóð 43. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 18.1.2017.
Ekki verður annað séð en að umrædd starfsemi, sem spurt er um geti rúmast innan ákvæða aðal- og deiliskipulags, en miðað við umfang bygginga er ljóst að leita þarf eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
f. Erindi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur dags. 9.1.2017 þar sem óskað er umsagnar um ósk um aukið byggingarmagn og hækkun hússins við Geirsgötu 9.
Hafnarstjórn getur ekki fallist á umbeðnar breytingar hússins.
2. Umsókn Bílaryðvarnar dags. 16.11.2016 um lóð undir starfsemi fyrirtækisins á Sundahafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn mun ekki taka afstöðu til fyrirliggjandi lóðaumsókna á umræddu svæði fyrr en deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, en unnið verður að tillögugerð þar að lútandi á næstu mánuðum. 
3. Málefni Silicor. Bréf Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13.1.2017.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa Silicor. 
Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins lagt fram.  Fyrir liggur beiðni Silicor Materials um að ákvæði hafnarsamnings, lóðarleigusamnings og lóðagjaldasamnings um gildistöku samninganna verði framlengd til septembermánaðar 2017 og að heimild fyrirtækisins til að segja sig frá samningunum gildi til jafnlangs tíma.
Stjórn Faxaflóahafna sf. getur fallist á að veita umbeðinn frest sem lokafrest, en með eftirfarandi skilyrðum:
a) Haft verði samráð við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármálaráðuneytið vegna fjárfestingarsamnings Silicor og ríkisins um frágang málsins þannig að frestunin rúmist innan ákvæða þess samnings.
b) Á meðan unnið er að fjármögnun verkefnisins og þar sem samningar aðila hafa ekki tekið gildi verður ekki af hálfu Faxaflóahafna sf. farið í neinar framkvæmdir sem efni samninganna gera ráð fyrir.
c) Silicor Materials skal halda fulltrúum Faxaflóahafna sf. upplýstum um gang viðræðna við fjárfesta og gera þeim grein fyrir því eins fljótt og kostur er hvort af verkefninu verði eða ekki innan þess tíma sem tilgreindur er í samþykkt þessari.
Stjórn Faxaflóahafna sf. heimilar hafnarstjóra að undirrita viðaukasamning við Silicor Materials, sem taki til ofangreinds.

Framangreint samþykkt með fjórum atkvæðum DBE, ÓA, ÁE og BH.  Hjá sitja SSB, LM, ÞÁ og HH.
4. Erindi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð dags. 12.12.2016 þar sem óskað er eftir að lóðarleigusamningi GMR ehf. á Grundartanga verði sagt upp.
Um lóð GMR á Grundartanga er lóðarleigusamningur í gildi.  Það er afstaða stjórnar Faxaflóahafna sf. að fyrirtækið eigi ávallt að uppfylla skilyrði starfsleyfis og það verkefni Umhverfisstofnunar að hafa eftirlit með starfseminni.
5. Erindi Skinnfisks ehf. varðandi vörugjöld af fiskúrgangi dags. 20.11.2016.
Hafnarstjóra falið að afgreiða málið.
6. Tillaga að endurskoðaðri umhverfisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.  Samþykkt að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
 7. Innri endurskoðun.
Samþykkt að fá fulltrúa endurskoðunarnefndar á næsta fund stjórnar.
8. Málefni Sindraportsins hf. (áður Hringrás hf.) – Klettagarðar 7 og 9. Bréf Hildar Leifsdóttur hdl. dags. 20.12.2016.
Með bréfi lögmanns Sindraportsins fylgir ljósrit undirritaðs lóðarleigusamnings, sem ekki hefur verið þinglýst og hefur ekki skilað sér til Faxaflóahafna sf. (áður Reykjavíkurhafnar).  Lóðarleigusamningurinn er dagsettur 23.12.2003 og gildir til loka árs 2023.  Af hálfu Faxaflóahafna hefur verið fundað með fulltrúum Sindraportsins og þar kom fram að fulltrúar fyrirtækisins væru reiðubúnir til viðræðna um flutning fyrirtækisins.  Af hálfu stjórnar Faxaflóahafna sf. er það sjónarmið ítrekað að óhjákvæmilegt er að starfsemin flytji af lóðinni m.a. með tilvísun í þær forsendur sem bókaðar voru á fundi stjórnarinnar þann 9.12. s.l.
Í ljósi þess að fyrir hendi er vilji til að taka upp viðræður um flutning Sindraportsins af lóðinni Klettagarðar 9 þá er hafnarstjóra falið að hefja þær viðræður og óska eftir að fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur komi þar einnig að málum.
9. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristinssonar fyrir árið 2016.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu ársreikningsins.  Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
10.Skipulags- og umferðarmál um Austurbakka.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
11.100 ára afmæli – drög að áætlun viðburða.
Lögð fram drög að viðburðum í tenglsum við 100 ára afmæli. Gömlu hafnarinnar.
12. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fasteignamarkaðarins dags. í nóvember 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta í Fiskislóð 45 fastanr. 231-2209. Kaupandi AVP ehf., kt. 510309-0730. Seljandi Ragnar Þórisson kt. 180471-3089.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði nýting eignarinnar í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag.  ÓA vék af fundi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 12:00