Ár 2006, þriðjudaginn 11. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

 
Mættir:
                Árni Þór Sigurðsson,
Helgi Hjörvar,
Kjartan Magnússon,
                Ásbjörn Sigurgeirsson,
                Sveinn Kristinsson,
                Jóhannes Bárðarson.
 Varafulltrúi:
Ólafur R. Jónsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
                 Gunnar Sigurðsson, Gunnar Ingvar Leifsson.
 
Auk þess sátur fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
 
1.             Ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2005 .
Á fundinn kom endurskoðandi hafnarinnar Theodór S. Sigurbergsson lögg. endurskoðandi og Böðvar Ástvaldsson frá Grant og Thornton og fór Theodór yfir helstu niðurstöður ársreikningsins. 
Helstu tölur ársreikningsins eru eftirfarandi:
Rekstrartekjur
1.985,5 mkr.
Rekstrargjöld
1.520,7 mkr.
Hagnaður fyrir fjármunatekjur
464,8 mkr.
Hagnaður ársins
 443,9 mkr.
Eignir samtals
11.254,9 mkr.
Eigið fé
8.999,7 mkr.
Handbært fé frá rekstri
1.170,8 mkr.
Fjárfestingarhreyfingar
797,6 mkr.
Lækkun á handbæru fé
11,4 mkr.
 
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn. Hafnarstjórn samþykkir þá tillögu formanns að boðað verði til aðalfundar Faxaflóahafna föstudaginn 23. júní n.k.
 
2.             Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. við Verkstjórasamband Íslands.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
 
 
3.             Forkaupsréttarmál
a)             Fiskislóð 79.   Seljandi G-5 Kranaafgreiðslan ehf., kaupandi Sport ehf.
b)             Skútuvogur 13. Seljandi FL Group, kaupandi dótturfélag FL Group.
c)             Fiskislóð 47. Seljandi Marland, kaupandi Stálsmiðjan hf.
d)             Eyjarslóð 9. Seljandi Frjálsi Fjárfestingarbankinn hf, kaupandi Einar Sturla Möinichen.
e)             Hólmaslóð 4. Seljandi Grandavör ehf, kaupandi Slétt ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna ofangreindar fasteigna með venjulegum fyrirvara um að notkun þeirra verði í samræmi við lóðaskilmála.
 
4.             Tillaga að breytingum á leiguskilmálum vegna verbúða við Geirsgötu. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar.
Lagt fram.
 
5.             Erindi Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness dags. 9.3.06 um styrk vegna uppsetningar listaverks.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
 
6.             Tillaga að deiliskipulagi við Fiskislóð.
Hafnarstjórn samþykkir að taka tillöguna til afgreiðslu á næsta fundi.
 
7.             Umsóknir um lóðir á Fiskislóð.
a)             Guðna Pálssonar arkitekts dags. 10.3.06 f.h. óstofnaðs hlutafélags um lóðina nr. 43 við Fiskislóð.
b)             Umsókn Shop USA Inc. og Geymslum ehf. dags. 4.4.06 um 4 – 5000m2    lóð við Fiskislóð.
c)             Umsókn Efrihlíðar ehf. dags. 10.11.04 um 4000m2 lóð við Fiskislóð.
d)             Umsókn Netsölunnar ehf. dags. 7.2.06 um 4000m2 lóð við Fiskislóð.
e)             Umsókn Löðurs ehf. dags. 1.4.06 um lóð við Fiskislóð.
f)              Umsókn Barðans ehf. dag. 7.4.06 um stækkun lóðar við Fiskislóð.
Hafnarstjórn samþykkir að veita eftirfarandi aðilum vilyrði fyrir lóðum við Fiskislóð:
Shop USA Inc. og Geymslum ehf. alls 7.687m2. 
Efrihlíð ehf. 3.843m2
Helgi Hjörvar situr hjá við ákvörðun um vilyrði til Shop USA Inc. og Geymslum ehf.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við umsóknum Netsölunnar ehf., Barðans ehf., Löðurs ehf. og Guðna Pálssonar um úthlutun lóða við Fiskislóð.
 
8.             Umsókn Vörubíla- og vinnuvélaverkstæðisins eh
f. dags. 5.4.06 um lóð í Sundahöfn.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
 
 
 
9.             Tillaga að deiliskipulagi við Skarfabakka ásamt tillögu að útliti móttökuhúss.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi og skipulagi móttöku húss á Skarfabakka. Hafnarsjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og felur hafnarstjóra að senda það skipulagsráði Reykjavíkurborgar til samþykktar.
 
10.           Hugmynd að byggingu húsnæðis fyrir fiskmarkað á Akranesi.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu að útliti og fyrirkomulagi húss fyrir Fiskmarkað við Faxafbraut á Akranesi. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu, kynna það fyrir bæjaryfirvöldum á Akranesi og að leita eftir samstarfsaðila um framkvæmdina.
 
11.           Framkvæmdir við flotbryggjur í Akraneshöfn. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar um stöðu framkvæmda.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir stöðu málsins.
 
12.           Framkvæmdir við Skarfabakka. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar um stöðu framkvæmda.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir stöðu málsins.
 
13.           Bréf Fulltingis ehf. dags. 30.3.06 f.h. Olíudreifingar ehf. þar sem fyrirvari er gerður við greiðslur vörugjalda.
Lagt fram.
 
14.           Erindi Sjóminjasafnsins varðandi uppsetningu sýningar í tilefni 90 ára afmælis Reykjavíkurhafnar.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að vinna að málinu.
 
15.           Erindi HB-Granda varðandi lóðsréttindi ásamt umsögn yfirhafnsögumanns.
Hafnarstjórn samþykkir að veita þeim Haraldi Árnasyni og Brynjólfi Stefánssyni lóðsréttindi vegna siglinga til Faxaflóahafna sf.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:45