Ár 2010, föstudaginn 5. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
            Júlíus Vífill Ingvarsson
            Guðmundur Gíslason
            Jórunn Frímannsdóttir
            Björk Vilhelmsdóttir
            Þórður Þórðarson
            Páll Brynjarsson
            Sóley Tómasdóttir
 
Áheyrnarfulltrúi:
            Rún Halldórsdóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
 
 
1.    Erindi Ívars Arnar Guðmundssonar varðandi hugmyndir hans um skipulag Gömlu hafnarinnar.
Ívar Örn og Jón Grétar Ólafsson mættu á fund stjórnar og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum.
 
2.    Erindi Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Akraness dags. 21.1.2010 um formlegan samstarfsvettvang félaganna og Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara og undirbúa málið.
 
3.    Erindi Viking Travel dags. 2.2.2010 um aðstöðu við Skarfabakka yfir sumartímann fyrir viðburði tengdum víkingamenningu.
Afgreiðslu frestað.
 
4.    Erindi Vilmundar Óskarssonar og Margrétar Martin dags. 3.12.2009 þar sem óskað er eftir bráðabirgðastöðuleyfi undir pylsuvagn og íssölu við Ægisgarð.
Afgreiðslu frestað. Samþykkt að fá tillögu að skipulagi svæðisins við Suðurbugt m.t.t. söluaðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja o.fl.
 
5.    Umsóknir um leigurými í verbúðum.
Farið var yfir þær meginlínur sem hafa ber í huga við val á leigjendum í það húsnæði sem leigja á út í verbúðunum. Hafnarstjóra falið að leggja tillögu að leigjendum fyrir næsta fund stjórnar.
 
6.    Hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.
Verðlaunatillaga Graeme Massie úr hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um Gömlu höfnina liggur fyrir og hefur verið kynnt stjórn Faxalfóahafna sf. og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur mikilvægt að lykilniðurstöður vinningstillögunnar verði hafðar til hliðsjónar skipulagsvinnu á samkeppnissvæðinu og taki mið af þeim þar sem það er mögulegt. Að auki eru áhugaverðar lausnir í þeim öðrum verðlaunatillögum sem nauðsynlegt er að fara yfir og eftir atvikum að fella inn í framtíðarsýn og frekari þróunarvinnu fyrir hafnarsvæðið.
Lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur, með þremur fulltrúum stjórnar Faxaflóahafna sf. og tveimur fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík sem hefur það hlutverk að vinna úr niðurstöðum hugmyndasamkeppninnar. Tillögurnar verði skoðaðar með tilliti til hversu raunhæfar þær eru, hvernig megi áfangaskipta þeim og áhrif þeirra á þegar samþykkt skipulagsáform. Starfsmenn Faxaflóahafna sf. og skipulags- og byggingarsviðs vinni með starfshópnum.
 
7.    Erindi Hafnarhótelsins ehf. dags. 1. 2. 2010 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðar við Ægisgarð undir hótelbyggingu og viðræður um málið.
Málið rætt. Ákveðið að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar sem verður fimmtudaginn 11. febrúar n.k.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

Fundur nr. 71
Ár 2010, föstudaginn 5. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Jórunn Frímannsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir

Þórður Þórðarson

Páll Brynjarsson

Sóley Tómasdóttir

Áheyrnarfulltrúi:

Rún Halldórsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tækni-deildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Erindi Ívars Arnar Guðmundssonar varðandi hugmyndir hans um skipulag Gömlu hafnarinnar.
Ívar Örn og Jón Grétar Ólafsson mættu á fund stjórnar og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum.
2. Erindi Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Akraness dags. 21.1.2010 um formlegan samstarfsvettvang félaganna og Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara og undirbúa málið.
3. Erindi Viking Travel dags. 2.2.2010 um aðstöðu við Skarfabakka yfir sumar-tímann fyrir viðburði tengdum víkingamenningu.
Afgreiðslu frestað.
4. Erindi Vilmundar Óskarssonar og Margrétar Martin dags. 3.12.2009 þar sem óskað er eftir bráðabirgðastöðuleyfi undir pylsuvagn og íssölu við Ægisgarð.
Afgreiðslu frestað. Samþykkt að fá tillögu að skipulagi svæðisins við Suðurbugt m.t.t. söluaðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja o.fl.
5. Umsóknir um leigurými í verbúðum.
Farið var yfir þær meginlínur sem hafa ber í huga við val á leigjendum í það húsnæði sem leigja á út í verbúðunum. Hafnarstjóra falið að leggja tillögu að leigjendum fyrir næsta fund stjórnar.
6. Hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina.
Verðlaunatillaga Graeme Massie úr hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um Gömlu höfnina liggur fyrir og hefur verið kynnt stjórn Faxalfóahafna sf. og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur mikil¬vægt að lykilniðurstöður vinningstillögunnar verði hafðar til hliðsjónar skipulagsvinnu á samkeppnissvæðinu og taki mið af þeim þar sem það er mögulegt. Að auki eru áhugaverðar lausnir í þeim öðrum verðlaunatillögum sem nauðsynlegt er að fara yfir og eftir atvikum að fella inn í framtíðarsýn og frekari þróunarvinnu fyrir hafnarsvæðið.
Lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur, með þremur fulltrúum stjórnar Faxaflóahafna sf. og tveimur fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík sem hefur það hlutverk að vinna úr niðurstöðum hugmynda¬samkeppninnar. Tillögurnar verði skoðaðar með tilliti til hversu raunhæfar þær eru, hvernig megi áfangaskipta þeim og áhrif þeirra á þegar samþykkt skipulagsáform. Starfsmenn Faxaflóahafna sf. og skipulags- og byggingar¬sviðs vinni með starfshópnum.
7. Erindi Hafnarhótelsins ehf. dags. 1.2.2010 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðar við Ægisgarð undir hótelbyggingu og viðræður um málið.
Málið rætt. Ákveðið að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar sem verður fimmtudaginn 11. febrúar n.k. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30