Ár 2011, föstudaginn 15. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
S. Björn Blöndal
Páll S. Brynjarsson
Sturlaugur Sturlaugsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
 
Varafulltrúi:   Ása Helgadóttir
 
Áheyrnarfulltrúar:
Hermann Bridde
Gunnar Sigurðsson
 
 
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðar hafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
 
1.    Bréf borgarráðs, dags. 17.3.2011 þar sem óskað er umsagnar um erindi Eignarhaldsfélagsins Portusar hf. dags. 9.3.2011 um aðstöðu rekstrar­aðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar tónlistar­húss. Minnisatriði hafnarstjóra dags. 29. mars 2011.
Af hálfu Faxaflóahafna sf. er ekki lagst gegn því að umrædd landfylling fái að standa enda verði hún innan ramma aðalskipulags og sem hafnarland í eigu Faxaflóahafna sf. samkvæmt sérstöku samkomulagi við þá aðila sem koma að málinu. Afstöðu til landnotkunar er vísað til ákvörðunar skipulags­yfirvalda í Reykjavík.
 
2.    Bréf borgarráðs, dags. 24.3.2011 um stofnun stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina frá Grandagarði að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.
      Lagt fram.
 
3.    Forkaupsréttarmál:
a.    Erindi Börks Hrafnssonar, hdl. dags. 6.4.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6858. Seljandi Þrotabú Fiskislóðar 45 ehf. Kaupandi NBI hf.
b.    Erindi Fasteignasölunnar Gimli dags. 13.4.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2, fastanr. 223-3382. Seljandi NBI hf. Kaupandi Hágæði ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar og deiliskipulag.
 
4.    Samantekt hafnarstjóra dags. í febrúar 2011 varðandi þróun og skipulag Sundahafnar.
     Afgreiðslu frestað. Formanni og hafnarstjóra falið að ræða við formann skipulagsráðs og skipulagsstjóra um málið.
 
5.    Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2010.
      Lögð fram.
 
6.    Ársskýrsla og ársreikningur Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík fyrir árið 2010 ásamt greinargerð.
      Lagt fram.
 
7.    Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 11. mars 2011 varðandi afgreiðslu sveitar­stjórnar vegna umsóknar Thorsil ehf. um lóð á Grundartanga.
     Samþykkt að fela formanni og hafnarstjóra að ræða við fulltrúa sveitarstjórnarinnar.
 
8.    Samantekt hafnarstjóra dags. í apríl 2011 varðandi skipulag og starfsemi á Grundartanga.
      Lagt fram. Hafnarstjóra falið að kynna efnið fyrir fulltrúum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
 
9.    Umsögn um drög að ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.
      Lögð fram.
 
10.Tillaga borgarráðs til stýrihóps um endurskipulagningu hafnarsvæðisins dags. 7.4.2011 varðandi Slippasvæði – bráðabirgðafrágang.
     Lagt fram.
 
11.Umsögn um erindi Slippsins ehf. varðandi rekstur hótels að Mýrargötu 2 – 8. Minnisatriði skipulagsfulltrúa dags. 12.4.2011 ásamt afstöðumynd vegna fyrir­spurnar byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að gert verði ráð fyrir bráðabirgða­aðkomu að Mýrargötu 2-8 vestan hússins.
 
12.Erindi tveggja leigjenda í verbúðunum við Geirsgötu um uppsetningu skjólveggja. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 13.4.2011.
     Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
13.Erindi Líknarfélagsins Stoða dags. 10.4.2011 ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 12.4.2011.
     Fasteignin Héðinsgata 10 er samkvæmt aðalskipulagi á hafnar- og athafna­svæði. Skilgreining þess skipulags gerir ekki ráð fyrir að unnt sé að reka þar gisti- eða meðferðarheimili í umræddri fasteign og því er ekki unnt að fallast á erindið.
 
14.Önnur mál.
a.    Stjórn Faxaflóahafna sf. fór í skoðunarferð um Hörpuna.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:45

Fundur nr. 86
Ár 2011, föstudaginn 15. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

S. Björn Blöndal

Páll S. Brynjarsson

Sturlaugur Sturlaugsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Varafulltrúi:

Ása Helgadóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Hermann Bridde

Gunnar Sigurðsson

Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bréf borgarráðs, dags. 17.3.2011 þar sem óskað er umsagnar um erindi Eignarhaldsfélagsins Portusar hf. dags. 9.3.2011 um aðstöðu rekstraraðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar tónlistarhúss. Minnisatriði hafnarstjóra dags. 29. mars 2011.
Af hálfu Faxaflóahafna sf. er ekki lagst gegn því að umrædd landfylling fái að standa enda verði hún innan ramma aðalskipulags og sem hafnarland í eigu Faxaflóahafna sf. samkvæmt sérstöku samkomulagi við þá aðila sem koma að málinu. Afstöðu til landnotkunar er vísað til ákvörðunar skipulags¬yfirvalda í Reykjavík. 
2. Bréf borgarráðs, dags. 24.3.2011 um stofnun stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina frá Grandagarði að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.
Lagt fram. 
3. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Börks Hrafnssonar, hdl. dags. 6.4.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6858. Seljandi Þrotabú Fiskislóðar 45 ehf. Kaupandi NBI hf.

b. Erindi Fasteignasölunnar Gimli dags. 13.4.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2, fastanr. 223-3382. Seljandi NBI hf. Kaupandi Hágæði ehf.

Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um nýtingu lóðar og deiliskipulag. 
4. Samantekt hafnarstjóra dags. í febrúar 2011 varðandi þróun og skipulag Sundahafnar.
Afgreiðslu frestað. Formanni og hafnarstjóra falið að ræða við formann skipulagsráðs og skipulagsstjóra um málið. 
5. Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2010.
Lögð fram. 
6. Ársskýrsla og ársreikningur Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík fyrir árið 2010 ásamt greinargerð.
Lagt fram. 
7. Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 11. mars 2011 varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar vegna umsóknar Thorsil ehf. um lóð á Grundartanga.
Samþykkt að fela formanni og hafnarstjóra að ræða við fulltrúa sveitarstjórnarinnar. 
8. Samantekt hafnarstjóra dags. í apríl 2011 varðandi skipulag og starfsemi á Grundartanga.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að kynna efnið fyrir fulltrúum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. 
9. Umsögn um drög að ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.
Lögð fram. 
10. Tillaga borgarráðs til stýrihóps um endurskipulagningu hafnarsvæðisins dags. 7.4.2011 varðandi Slippasvæði – bráðabirgðafrágang.
Lagt fram. 
11. Umsögn um erindi Slippsins ehf. varðandi rekstur hótels að Mýrargötu 2 – 8. Minnisatriði skipulagsfulltrúa dags. 12.4.2011 ásamt afstöðumynd vegna fyrir-spurnar byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að gert verði ráð fyrir bráðabirgða-aðkomu að Mýrargötu 2-8 vestan hússins. 
12. Erindi tveggja leigjenda í verbúðunum við Geirsgötu um uppsetningu skjólveggja. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 13.4.2011.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. 
13. Erindi Líknarfélagsins Stoða dags. 10.4.2011 ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 12.4.2011.
Fasteignin Héðinsgata 10 er samkvæmt aðalskipulagi á hafnar- og athafna-svæði. Skilgreining þess skipulags gerir ekki ráð fyrir að unnt sé að reka þar gisti- eða meðferðarheimili í umræddri fasteign og því er ekki unnt að fallast á erindið. 
14. Önnur mál.

a. Stjórn Faxaflóahafna sf. fór í skoðunarferð um Hörpuna.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:45