Ár 2007, föstudaginn 26. október komu eigendur Faxflóahafna sf. saman til fundar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík á eigendafundi fyrirtækisins sem boðað hafði verið til í samræmi við 4. grein sameignarfélags samnings um Faxflóahafnir sf.

 
Mættir:
     Gísli Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi f.h. Akraneskaupstaðar, samkvæmt umboði dags. 25.10.2007,
     Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.
     Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar f.h. Reykjavíkurborgar, skv. umboði dags. 25.10.2007,
     Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar f.h. Borgarbyggðar, skv. umboði dags. 25.10.2007,
     Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar f.h. Hvalfjarðarsveitar og
     Gísli Gíslason, hafnarstjóri.
 
Mætt er af hálfu 99.12% eigenda.
 
Til fundarins er boðað í tilefni tilkynningar Reykjavíkurborgar um breytingu á fulltrúum borgarinnar í stjórn fyrirtækisins. Fundarboð var sent út þann 19. október 2007 og er því fundurinn löglega boðaður samkvæmt sameignar samningi félagsins.
 
Björn Ingi Hrafnsson setti fundinn og var honum falin stjórn fundarins og Gísli Gíslason ritar fundargerð.
 
1.    Bréf Reykjavíkurborgar dags. 19. októeber 2007 þar sem tilkynnt er um að eftirfarandi aðilar hafi tekið sæti í stjórn fyrirtækisins:
 
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
Sigrún Elsa Smáradóttir
Árni Þór Sigurðsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson.
 
Til vara:
Jóhannes Bárðarson
Stefán Benediktsson
Helga Björg Ragnarsdóttir
Ólafur R. Jónsson
Kristinn Vilbergsson.
 
Bréfið lagt fram með vísan til 4. greinar sameignarsamnings. og tilnefningin staðfest af hálfu þeirra sem mættir eru f.h. eigenda.
 
                         
2.    Endurskoðun á 2., 5. og 10. grein samþykkta félagsins.
Hafnarstjóri lagði fram gildandi sameignarfélags samning ásamt tillögum að breytingum sem orðið hafa á eigendahópi Faxaflóahafna sf. vegna sameiningar sveitarfélaga norðan Hvalfjarðar. Hann gerði einnig grein fyrir tillögu að breytingu á ákvæði um tilnefningu eigenda á stjórn félagsins. Ákveðið var að fela hafnarstjóra að senda eigendum tillögu að breytingum á samningnum til afgreiðslu.
 
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30
FaxaportsFaxaports linkedin