Nú þegar flutningaskipið Fernanda er komið til Njarðvíkur og bíður niðurrifs í Helguvík er mikilvægt að allir sem að málum skipsins komu eftir að eldur kom upp í því þann 30. október s.l.  fari yfir feril málsins og meta hvernig til tókst og hvað þurfi að bæta.  Fjölmargir aðilar komu að því verkefni að bjarga áhöfn Fernanda, glíma við eldinn um borð, meta og bera ábyrgð á aðgerðum til að forðast mengun og síðan meðhöndlun skipsins eftir að því hafði verið lagt að bryggju á Grundartanga.  Þegar litið er yfir ferilinn í heild verður ekki annað séð en að í meginatriðum hafi allir þeir sem að málum komu unnið gott starf.  Á innan við 20 dögum tókst að koma öllu ferlinu til enda – allt frá björgun áhafnar til þess að skipinu var lagt til förgunar.  Án nokkurs vafa eru hins vegar ýmis atriði sem fara þarf yfir og skerpa á þannig að allir þeir sem að svona málum koma séu sem best undir það búnir að glíma við næsta verkefni – sem reynslan kennir okkur að búast megi við.
Í öllu ferlinu þarf að hafa í huga að allir þeir sem komu að aðgerðum við skipið Fernanda þurftu ekki aðeins að glíma við björgun áhafnar og eld um borð í skipinu heldur einnig óvægið veðurfar og vont sjólag.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð í varðskipinu Þór og þyrlum gæslunnar sýndu enn hæfni sína og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurftu áa allri sinni kunnáttu og hæfni að halda við erfiðar aðstæður. Þessum aðilum ber að færa þakkir fyrir framlag sitt.  Eftir að skipinu var lagt á Grundar20131117_102657tanga gekk illviðri af suð-austan yfir landið sunnudaginn 10. október og þá reyndi talsvert á skipið, mannvirkin og þá sem gerðu sitt til að tryggja öryggi, en skipið lá vélarvana og ólestað við bryggjuna og lét mjög illa.
Meðfylgjandi myndband sýnir við hvað var að etja þann daginn.
Vegna aðgerðanna við Fernanda hafa Faxaflóahafnir sf. tekið saman stutta samantekt um gang mála og þau atriði sem mikilvægt er að fara yfir og meta í framhaldi.  Samantektin er síður en svo tæmandi talin hvorki varðandi gang mála eða þau atriði sem mikilvægt er að skoða, en viðeigandi yfirvöld munu nú meta stöðuna og í því skyni að gera okkur enn betur kleift að glíma við óhöpp og tilvik sem skapað geta hættu fyrir fólk og náttúru. FERNANDA – samantekt
Að lokum vilja Faxaflóahafnir sf. þakka öllum þeim sem komu að aðgerðum við Fernanda eftir að því var lagt við bryggju á Grundartanga, ekki síst Hringrás, Skipaþjónustu Íslands og Olíudreifingu, en af hálfu þessara aðila og starfsmanna Faxaflóahafna sf. var unnið af stakri fagmennsku að því verkefni að hreinsa skipið af sjó, olíusora og gasolíu þannig að ekki hlytist af mengun á hafi og strönd.

FaxaportsFaxaports linkedin