Fyrsti áfangi Norðurgarðs var byggður á árunum 2004-2005, þar sem að ný frystigeymsla HB Granda stendur. Nú er hins vegar komið að því að byggja nýjan hafnarbakka fyrir framan frystihús fyrirtækisins.
Annar áfangi nýs hafnarbakka er framkvæmdarverk sem byrjar nú í febrúar 2017 og er miðað við að verklok verði 15. nóvember 2017.  Verkið var boðið út og er verktaki að verkinu Ístak hf. Fyrir framkvæmdarverkið leggur höfnin stálþil og stög. Í gær bar síðan til tíðinda við Gömlu höfnina þegar danskt flutningarskip, Dan Fighter, lagðist að Miðbakka. Skipið var að koma með 450 tonn af stáli sem notað verður í hafnargerðina.   Uppskipun á stáli hófst stuttu eftir að skip kom að landi og mun ljúka í dag. Þess má geta að meira stál er um borð í skipinu en það mun verða flutt til Ísafjarðar og Akureyrar.
Stálið sem ætlað er í hafnargerðina mun verða geymt á Miðbakka til að byrja með en síðan mun stálinu verða skipað á Ekjubrú og flutt yfir að Norðurgarði.  Vinnusvæðið við byggingu nýs hafnarbakka er mjög þröngt og af skornum skammti.  Með notkun Ekjubrúar þá reynist bakkagerðin auðveldari og rýmisþörf á landi verður minni.
Hér að neðan má sjá mynd af flutningaskipinu Dan Fighter og tvær teikningar af framkvæmdarverkinu:

16466312_10154654514840432_1595277860_o

Danska flutningaskipið Dan Fighter við Miðbakka. Skipið er 852 brúttótonn.


Mynd1
Mynd2

FaxaportsFaxaports linkedin