Föstudaginn 7. apríl 2017, var formlega vígður við hátíðlega athöfn ísfisktogarinn, Engey RE 91. Skipið kom í fylgd Ásbjarnar RE 50 til hafnar í Reykjavík um hádegisbilið.  Vígslan hófst síðan eftir hádegi. Það kom í hlut Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, að gefa togaranum formlega nafnið Engey RE 91. Björn Blöndal varaformaður Faxaflóahafna sf., afhenti fyrir hönd fyrirtækisins skjöld til HB Granda.
HB Grandi birti frétt á vef sínum þegar skipið var sjósett í Tyrklandi, 1. mars 2016:
Engey RE er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Aðalvélin er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mínútu. Niðurfærslugír er frá Reintjes með PTO fyrir ásrafala. Skrúfa er frá MAN og er hún 3.800 mm í þvermál. Vélin er útbúin með mengunarvarnarbúnaði af gerðinni SCR Catalysator. Ljósavélar eru tvær og eru þær af gerðinni MAN D2840 LE 301. Afl hvorrar um sig er 443kW.  Spilkerfið er frá Naust Marine og eru allar vindur rafknúnar. Bógskrúfa er frá Brunvoll og er hún 300 kW. Millidekks- og lestarbúnaður verður smíðaður hjá Skaganum 3X og verður hann settur í skipið á Íslandi.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru við athöfnina síðastliðinn föstudag:
20170407_141845 20170407_144751 GGÓli

FaxaportsFaxaports linkedin