Miðvikudaginn 21. júlí mun farþegaskipið NG Endurance sigla jómfrúarferð sína til Íslands með fyrstu viðkomu í Reykjavíkurhöfn. Skipið mun hafa viðdvöl á Faxagarði yfir sólarhring. NG Endurance var byggt árið 2020 og siglir undir fána Bahamas. Skipið er 125 m. langt og 22 m. breitt. NG Endurance mun sigla hring í kringum Ísland og hafa viðkomu á nokkrum áfangastöðum. Síðan mun skipið taka smá krók, þ.e. sigla meðfram Grænlandi og Norðurslóðum sbr. mynd hér fyrir neðan.  Áhöfn NG Endurance er bólusett og kemur með skipinu þegar það kemur til landsins. Farþegar er einnig bólusettir og munu koma í gegnum Keflavíkurflugvöll, þar sem öllum sóttvarnarreglum er framfylgt.

Það sem er áhugavert við þessa skipakomu er að skipafélagið, Lindblad Expeditions, ætlar að gefa skipinu nafn í Reykjavík fimmtudaginn 22. júlí kl. 17:00. Er þetta í fyrsta sinn sem erlent farþegaskip fær nafn í Reykjavík. Árið 2019, fékk erlent farþegaskip nafn í Hafnarfirði en það hefur aldrei verið gert í höfuðborginni áður. NG Endurance mun halda formlega athöfn og ræðuhöld vegna nafngiftar. Athöfnin er einungis fyrir áhöfn skipsins og farþega, til þess að gæta sóttvarna.

Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

 

FaxaportsFaxaports linkedin