Í ný­samþykktri gjald­skrá Faxa­flóa­hafna sf. fyr­ir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bát­ar sem al­farið eru knún­ir raf­magni og notaðir til skipu­lagðra sigl­inga með farþega séu und­anþegn­ir bryggju- og lest­ar­gjaldi til árs­loka 2025.
Í dag er málunum þannig háttað að engir bát­ar sem notaðir eru í skoðunarferðir og sigla um hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. eru knún­ir raf­magni. Nýja gjaldskráin virkar því hvetjandi fyrir útgerðirnar, því hún skapar lausnamiðað starfsumhverfi þar sem umhverfismál eru höfð að leiðarljósi og útgerðum er umbunað í leiðinni.

Árlega fara um 250 þúsund farþegar í skoðunarferðir innan hafnarsvæðis Faxaflóahafna sf.


 
 
 
 

FaxaportsFaxaports linkedin