Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. var m.a. samþykkt fjárhagsáætlun fyrirtæksins fyrir árið 2018 auk þess sem samþykkt var áætlun fyrir árin 2019-2021.  Tekjur ársins 2018 eru áætlaðar verða 3,8 Ma.kr. og rekstrargjöld 3,1 Ma.kr.  Áætlað er að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 727,0 mkr.  Til framkvæmda er áætlað að verja tæplega 1,9 Ma.kr.  en lang stærsta verkefnið er áframhalda
ndi bygging nýs viðlegubakka utan Klepps, en verklok þar eru áætluð árið 2019.  Þá er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við endurnýjun viðlegubakka á Norðurgarði og hefja framkvæmdir við endurnýjun og lengingu Aðalhafnargarðsins á Akranesi.  Ráðgert er að hefja framkvæmdir við byggingu þjónustuhúsa á Ægisgarði sem ætlað er að bæta aðstöðu hafsækninnar ferðaþjónustu á svæðinu auk þess sem svonefndur „brimbrjótur“ í Suðurbugt verður endurnýjaður, en bátar og skip hafsækinnar ferðaþjónustu hafa legið við brimbrjótinn.  Fjárhagsáætlunina má sjá hér: Fjárhagsáætlun 2018.  Miðað er við að breyting á verðlagi á milli ára verði 2,5% og hækkar gjaldskráin samkvæmt þeirri forsendu, en farþegagjald verður lagt á miðað við 1. apríl 2018.  Í gjaldskránni er sett inn nýtt ákvæði tl bráðabirgða og er það svofellt:  „Bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega eru undanþegnir bryggju- og lestargjaldi samkvæmt 4. grein til ársloka 2025.“

FaxaportsFaxaports linkedin