Fjölmenni á málþingi í Hörpu

Fjölmenni á málþingi í Hörpu


Vel var mætt á fund með notendum Faxaflóahafna sf. í gær, 9. október, í Hörpu. Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf. setti fundinn og fór yfir helstu mál sem hafa verið á döfinni á þessu ári. Gísli Gíslason, hafnarstjóri, fylgdi á eftir með yfirgripsmiklu yfirliti yfir helstu framkvæmdir í vinnslu og taldi upp það sem er í farvatninu. Nýleg skýrsla um þróun atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni var kynnt af höfundi hennar, Bergþóru Bergsdóttir, og kom þar m.a. fram að fyrirtækjum og fólki hefur fjölgað á atvinnusvæði hafnarinnar síðan seinast úttekt var gerð árið 2008.
Bergþóra Bergsdóttir

Bergþóra Bergsdóttir


Helga Thors, markaðsstjóri Hörpunnar flutti erindi þar sem hún hvatti til samstarfs þeirra fyrirtækja sem koma að ferðaþjónustu og þá sérstaklega í tengslum við ráðstefnur og stærri viðburði. Helga telur að þegar ráðstefnur eru í Hörpu eigi að dreifa atburðum, svo sem dögurðum, hádegisverðum og ýmsum skemmtiatriðum um hafnarsvæðið, það muni styrkja svæðið til lengri tíma litið. Regina Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, ræddi um uppbyggingu ferðaþjónustu í og við höfnina á Akranesi. Í því sambandi telur hún að samstarf við Faxaflóahafnir sf. sé af hinu góða og muni þénast báðum aðilum til að auka fjölbreytni í ferðamennsku. Að lokum sagði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, frá 100 ára sögu Faxaflóahafna sf. en hann hefur ritað söguna sem kemur út í tveimur bindum í nóvember næst komandi.
Fjölmenni á málþingi í Hörpu

Fjölmenni á málþingi í Hörpu


Vel var mætt á fund með notendum Faxaflóahafna sf. í gær, 9. október, í Hörpu. Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf. setti fundinn og fór yfir helstu mál sem hafa verið á döfinni á þessu ári. Gísli Gíslason, hafnarstjóri, fylgdi á eftir með yfirgripsmiklu yfirliti yfir helstu framkvæmdir í vinnslu og taldi upp það sem er í farvatninu. Nýleg skýrsla um þróun atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni var kynnt af höfundi hennar, Bergþóru Bergsdóttir, og kom þar m.a. fram að fyrirtækjum og fólki hefur fjölgað á atvinnusvæði hafnarinnar síðan seinasta úttekt var gerð árið 2008.
Bergþóra Bergsdóttir

Bergþóra Bergsdóttir


Helga Thors, markaðsstjóri Hörpu flutti erindi þar sem hún hvatti til samstarfs þeirra fyrirtækja sem koma að ferðaþjónustu og þá sérstaklega í tengslum við ráðstefnur og stærri viðburði. Helga telur að þegar ráðstefnur eru í Hörpu eigi að dreifa atburðum, svo sem dögurðum, hádegisverðum og ýmsum skemmtiatriðum um hafnarsvæðið, það muni styrkja svæðið til lengri tíma litið. Regina Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, ræddi um uppbyggingu ferðaþjónustu í og við höfnina á Akranesi. Í því sambandi telur hún að samstarf við Faxaflóahafnir sf. sé af hinu góða og muni þénast báðum aðilum til að auka fjölbreytni í ferðamennsku. Að lokum sagði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, frá 100 ára sögu Faxaflóahafna sf. en hann hefur ritað söguna sem kemur út í tveimur bindum í nóvember næst komandi.

FaxaportsFaxaports linkedin