Faxaflóahafnir fengu sinn fyrsta dráttarbát árið 1928 og fékk hann nafnið Magni. Allt frá þeim tíma hefður verið hefð hjá fyrirtækinu að nefna öflugustu dráttarbáta sína því nafni. Spannar þessi hefð orðið yfir 9 áratugi. Nýji Magni er sá sjötti í röðinni.

Í dag, föstudaginn 25. júní var formleg nafngift dráttarbátsins Magna með starfsfólki Faxaflóahafna. Það var Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur Grafarvogskirkju sem blessaði skipið við hátíðlega sumarathöfn fyrirtækisins. Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs gaf síðan dráttarbátnum formlega nafnið Magni.

Faxaflóahafnir eru með í sinni þjónustu 4 dráttarbáta sem samtals eru með 145 tonna togkraft. Mikilvægt er að hafa öfluga dráttarbáta til taks þar sem stærð skipa mun aukast í framtíðinni. Dráttarbáturinn Magni og búnaður hans var valinn sérstaklega m.t.t. aukinnar stærðar skipa og aðstæðna við hafnir Faxaflóahafna.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur Grafarvogskirkju að blessa dráttarbátinn.

 

Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs gaf skipinu formlega nafnið Magni.

 

Ljósmynd: Kristjana Óladóttir

 

Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson

 

Ljósmynd: Kristjana Óladóttir

 

Ljósmynd: Kristjana Óladóttir

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin