Í dag, miðvikudaginn 19. apríl 2017, komu í heimsókn til Faxaflóahafna sf. 44 nemendur og 4 prófessorar frá háskóla í Lyon, Frakklandi. Nemendurnir voru á öðru ári í umhverfisverkfræði. Þau munu dvelja í viku hér á landi og ætla að nýta tímann vel að kynnast íslenskum fyrirtækjum og hvernig þau takast á við umhverfismálefni. Það var mikill áhugi hjá nemendum að fá að vita hvernig hafnir Íslands tækjust á við áskoranir i umhverfismálum. Faxaflóahafnir sf. upplýstu nemendur um þá umhverfisvinnu sem fyrirtækið hefur verið að vinna að síðustu árin. Nemendum var bent á að fyrirtækið væri búið að vinna í tæp tvö ár að því að ná vottun á umhverfistjórnunarkerfi samkvæmt staðlinum ISO 14001 og vonumst við eftir því að ná þeim áfanga á þessu ári.
IMG_7309

FaxaportsFaxaports linkedin