Í dag, 19.05.2016, kom fyrsta leiðangursskipið að Miðbakka.  Leiðangursskip (Expedition ships) eru skip sem taka farþega sem komið hafa að landi með flugi.  Þessir farþegar eru annað hvort búnir að vera hér á landi í smá tíma eða munu hafa viðdvöl hér á landi eftir að siglingu er lokið.  Leiðir leiðangursskipa eru misjafnar.  Skipin geta siglt hluta af landi eða í kringum landið á meðan önnur sigla milli Íslands og Norður Atlantshafsins.  Eitt er það sem öll þessi leiðangursskip hafa sameiginlegt og það er að þau skipta um farþegar hér í Reykjavík.

Skipið sem kom í dag heitir Sea Spirit og var byggt árið 1991.  Skipið er 4200 brúttótonn, lengdin.  Lengd skipsins er 90,6 m. og breidd 15.3 m. Skipið kom tómt til Reykjavíkur, en það getur tekið 114 farþega. Í áhöfn skipsins eru 72 aðilar.  Skipið mun sigla í dag frá Reykjavík og til Kangerlussuaq á Grænlandi. Ferðin mun taka í heild sína 11 daga.
h03KD9bu083uDBKgrpzp2GokfK2GjBAt

FaxaportsFaxaports linkedin