Nú í vikunni var í fyrsta skipti í Reykjavík framkvæmd áfylling á skip með fljótandi jarðgasi, LNG.

Skemmtiferðaskipið Le Commandant Charcot lá þá við Skarfabakka og fékk áfyllingu frá gasflutningaskipinu Coral Energy. Coral Energy kom sérstaklega til Íslands til þess að framkvæma þessa áfyllingu. Skipið lagðist upp að hlið Le Commandant Charcot að kvöldi til og var áfyllingunni lokið og skipið fært frá aftur morguninn eftir.

Alls var dælt um 2.000 m³ af fljótandi gasi milli skipanna og gekk aðgerðin í alla staði vel. Hitastig á fljótandi jarðgasi er undir -165°C og því er allur búnaður og tæki sérhönnuð til slíkra verka.

Vænta má þess að fleiri slíkar aðgerðir fylgi í kjölfarið þar sem gasknúnum skipum fer fjölgandi.

FaxaportsFaxaports linkedin