Í dag, 16. nóvember 2016 eru 99 ár liðin frá því að hafnargerð í Gömlu höfninni lauk í Reykjavík. Hafnarframkvæmdin var á þessum tíma umfangsmesta og fjárfrekasta framkvæmd landsins. Án hafnar hefði búseta eflaust þróast með öðrum hætti í Reykjavík, en saga byggðar og atvinnulífs í höfuðborginni er samþætt hafnarstarfseminni. Höfnin hefur gegnt lykilhlutverki í þróun, uppbyggingu og rekstri mikilvægra innviða í flutninga- og efnahagskerfi landsins. Höfnin er flutningagátt landsins við útlönd. Fjölbreytt aðstaða í kringum höfnina gefur sóknarfæri á mörgum sviðum og má því segja að höfnin gegni eftirfarandi hlutverki; sjávarútvegs-, flutninga-, ferðaþjónustu-, afþreyingar- og menningarhöfn. Í dag er dagur íslenskrar tungu og hefur hann verið haldinn hátíðlegur síðustu 20 ár eða frá árinu 1996. Dagur íslenskar tungu miðast við fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar skálds. Þessum tveimur áföngum ber svo sannalega að fagna !
Vert er að minnast á það að bókin um sögu Faxaflóahafna; Hér heilsast skipin, hefur verið sett aftur í dreifingu. Sagan er í tveimur bindum og rituð af Guðjóni Friðrikssyni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast þessa vönduðu bók eða gefa í jólagjöf, þar sem hún er á sérstöku tilboðsverði, kr. 7.990.-
001 (3)001
Bókin er fáanleg í eftirfarandi Eymundsson verslunum:
Eymundsson – Austurstræti
Eymundsson – Hallarmúla
Eymundsson – Kringlunni
Eymundsson – Laugavegi
Eymundsson – Mjódd
Eymundsson – Skólavörðustíg
Eymundsson – Smáralind
Eymundsson – Hafnarfirði
Eymundsson – Akranes

Capture

mynd 5
mynd 3

FaxaportsFaxaports linkedin