Segja má að frá byggingu Gömlu hafnarinnar árin 1913-1917 hafi átt sér stað sífelld þróun hafnarsvæðisins.  Síðustu árin má sjá þessu þróun í byggingu Hörpunnar, endurnýjun verbúðanna við Suðurbugt og á Grandanum, endurnýjun Bakkaskemmu fyrir starfsemi Íslenska sjávarklasans og breytingar í Vesturbugtinni svo dæmi séu nefnd.  Nú er verið að skoða svæðið frá Austurbakka að Vesturbugt m.a. með tilliti til verulega aukinnar hafsækinnar ferðaþjónustu sem er orðin að heils árs starfsemi með hvalaskoðun og norðurljósasiglingum.
Að undanförnu hefur Yrki unnið að samantekt á upplýsingum um starfsemina á svæðinu frá Austurbakka að Vesturbugt og því rými sem unnt væri að nýta vegna þeirrar þjónustu sem er og verður á svæðinu. Að ýmsu er að hyggja m.a. að umferðarYrkimálum, aðstöðu hafsækinnar ferðaþjónustu, móttöku skemmtiferðaskipa á Miðbakka, rými fyrir farþega og veitukerfi sem tengjast móttöku skipa o.fl.  Á grundvelli skoðunar Yrkis verða ákveðin næstu skref en í tenglinum hér að neðan má sjá hvaða atriði það eru sem dregin eru fram til skoðunar.
V281 – Kynning fyrir fund 161205

FaxaportsFaxaports linkedin