Í dag, 28. ágúst 2020, er síðasti vinnudagurinn hans Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Magnús Þór Ásmundsson tók formlega við hafnarstjórastöðunni í byrjun ágúst.

Við hjá Faxaflóahöfnum þökkum Gísla kærlega fyrir vel unnin störf síðustu 15 árin. Þar að auki óskum við Gísla velfarnaðar í öllu því sem hann mun taka sér fyrir hendur.

Gísli, takk kærlega fyrir þitt framlag að gera höfnina eins og hún er í dag. Við metum það mikils !

Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri færir Gísla Gíslasyni fráfarandi hafnarstjóra kveðjugjöf frá Faxaflóahöfnum.

Gísla Gíslasyni fráfarandi hafnarstjóra með kveðjugjöf frá Faxaflóahöfnum.

Magnús Þór Ásmundsson hafnarstjóri þakkar Gísla Gíslasyni fyrir hans framlag og óskar honum velfarnaðar.