Þessa dagana er verið að setja upp handrið á gögnubrýrnar í Vesturbugt. Opnun tilboða var þann 19. febrúar og er uppsetning samkvæmt verkáætlun. Verktaki er Prófílstál ehf. Í sama verki var boðið út stálpallur fyrir öldubrjót í Suðurbugt og er smíði lokið og pallurinn í galvanhúðun.

Hér eru menn að störfum við uppsetningu handriða í Vesturbugt.