Í síðastliðinni viku lauk innleiðingarferli að ábendingarkerfi Faxaflóahafna sf. Hlutverk nýja ábendingavefsins (www.faxafloahafnir.is) er að auðvelda úrvinnslu ábendinga sem berast. Einfaldleiki var hafður að leiðarljósi við hönnun kerfisins. Nú gefst eigendum hafnarinnar, starfsmönnum og almenningi tækifæri til að setja inn upplýsingar um það sem þeim finnst betur megi fara eða vel er gert, með skjótum og einföldum hætti. Þeir aðilar sem vilja vera nákvæmir geta staðsett ábendingu sína með mynd sem þeir senda í gegnum vefinn

Ábending getur verið hrós, kvörtun eða upplýsingar um eitthvað sem getur valdið slysahættu á umráðasvæði fyrirtækisins.
Dæmi um ábendingu: Holur í malbiki, lausar hellur, vitlausir reikningar, mengun í sjó, óþrifnaður á svæðum, að ljós vanti í ljósastaura, starfsmenn fari ekki eftir öryggisreglum, hrós um vel unnin störf o.s.frv.
Fyllsta trúnaðar er gætt í meðferð allra ábendinga og er þeim forgangsraðað eftir mikilvægi. Faxaflóahafnir sf. setja þann fyrirvara fram að ekki er hægt að sinna öllum ábendingum sem berast. Hver ábending er metin í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins munu hins vegar leggja sig fram að bregðast skjótt og vel við þeim ábendingum sem hægt er að verða við.
Capture Capture1
FaxaportsFaxaports linkedin