Í dag, 19 júlí 2019, tóku starfsmenn Faxaflóahafna sf. vel á móti farþegaskipinu Queen Mary 2, sem gert er út af Cunard. Queen Mary 2 er 149.215 brúttótonn, 345 m. að lengd og 41 m. að breidd. Queen Mary 2 er lengsta farþegaskip sem hingað hefur komið til lands. Queen Mary 2 getur tekið mest 2,620 farþega, auk áhafnar.

Um sögulegt skip er að ræða , nánari upplýsingar má finna hér.

Í tilefni af fyrstu komu sinni til Reykjavíkur, þá var skipstjóra afhendur viðurkenningarskjöldur frá Faxaflóahöfnum til minningar um þessa ferð. Starfsmenn Faxaflóahafna vilja þakka áhöfn Queen Mary 2 kærlega fyrir okkur og óskum þeim góðrar skemmtunar á Íslandi.

Queen Mary 2 að koma til Reykjavíkur. Ljósmynd: Jakob Jónsson
Queen Mary 2 að koma til Reykjavíkur. Ljósmynd: Jakob Jónsson
Queen Mary 2 að koma til Reykjavíkur. Ljósmynd: Anna Kristjánsdóttir
Skjöldur var afhentur skipstjóra Queen Mary 2 frá Faxaflóahöfnum. Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir
Faxaflóahöfnum var afhentur skjöldur frá skipstjóra Queen Mary 2. Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Fleiri myndir frá skipakomunni má nálgast á Facebook síðu Faxaflóahafna