Þann 11. janúar kom fyrsta loðnuskip ársins, Venus NS 15 sem er í eigu Brims, til Akraneshafnar. Skipið var með 2.000 tonn af loðnu og hafði verið á veiðum norður af Langanesi. Það má segja að mokveiði hafi verið á miðum við Akranes.  Eftir fyrstu þrjá mánuði ársins er búið að landa 38.965.521 kg  af loðnu og hrognin eru 2.156.134 kg, samtals: 41.121.655 kg.

Þetta telst vera góð byrjun á árinu og þarf að fara 10 ár aftur tímann (allt til ársins 2012) til að finna meiri landaðann loðnuafla á vetrarvertíð í Akraneshöfn en þá var landað um 44.000 þ. tonnum af loðnu og hrognum.

Ljósmynd: Valentínus Ólason

Ljósmynd: Valentínus Ólason

FaxaportsFaxaports linkedin