Klukkan 22:00 í gærkvöldi kom uppsjávarveiðiskipið, Venus NS 150, til Akraness. Um borð í skipinu voru 2.100 tonn af loðnu sem fer í hrognatöku. Í morgun voru kominn 500 tonn inn í verksmiðju og er því reiknað með að skipið verði við losun til fyrramáls.
Venus NS 150 er í eigu HB Granda og var smíðað í Tyrklandi árið 2015.  Lengd skipsins er 81 m., breidd 17 m. og djúprista 8,5 m. Skipið er 3.672 brúttótonn.

venus

Mynd tekin af heimasíðu HB Granda. Venus NS 150.

FaxaportsFaxaports linkedin