Magnús Þór Ásmundsson sem gegnt hefur starfi forstjóra Faxaflóahafna frá árinu 2020 hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Hann hefur leitt mikilvægar umbreytingar hjá Faxaflóahöfnum, komið á skipulagsbreytingum og framþróun í upplýsingatækni auk þess að leggja áherslu á öryggis- og umhverfismál með góðum árangri. Tilkynnt hefur verið að Magnús muni taka við starfi forstjóra RARIK ohf. frá 1. maí nk. og er honum óskað velfarnaðar á þeim vettvangi á sama tíma og honum er þakkað fyrir vel unnin störf hjá Faxaflóahöfnum. Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor.

Magnús Þór Ásmundsson. Ljósmyndari: Hreinn Magnússon

FaxaportsFaxaports linkedin