Undanfarin ár hefur málþing Faxaflóahafna verið haldið á þessum tíma árs. Á málþinginu hefur verið farið yfir hvað er efst á baugi hjá fyrirtækinu, ásamt því að fræðast um aðra starfsemi á hafnarsvæðinu. Aðilar sem eru með starfsemi á hafnarsvæðinu hafa verið sérstaklega hvattir til að mæta á þennan fund, því þarna gefst þeim tækifæri að koma með fyrirspurnir og ábendingar um hafnarreksturinn, þjónustu og aðstöðu sem er til staðar fyrir viðskiptavini.

Í ljósi aðstæðna þá hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta málþinginu um óákveðin tíma. Faxaflóahafnir stefna að því að halda málþingið á nýju ári með spennandi og fróðleiksríkum erindum.

Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson