fbpx

Faxaflóahafnir tóku á móti Dr. Claudia Schilling, ráðherra vísinda- og hafnarmála í sambandsríkinu Bremen í Þýskalandi og föruneyti í gær.  Með í för voru fulltrúar hafnarinnar í Bremen og Bremerhaven ásamt starfsmönnum ráðuneytisins og fulltrúa vindorkufyrirtækisins WPD GmbH.  Bremenhöfn hefur eins og kunnugt er kannað kosti þess að byggja höfn í Finnafirði og er sendinefndin m.a. hingað til lands komin til að kynna sér það verkefni.  Mikill áhugi er í Þýskalandi fyrir samstarfi við Ísland og íslenskar hafnir um framleiðslu rafeldsneytis með grænni raforku og var m.a. framtíðarsýn beggja hafna í þeim málaflokki rædd.

Á ljósmynd frá vinstri: Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri, Dr. Claudia Schilling, ráðherra vísinda- og hafnarmála í sambandsríkinu Bremen og Martin Howe forstjóri Bremenports GmbH & Co. KG.

FaxaportsFaxaports linkedin