Í dag, föstudaginn 5. febrúar 2016, lagðist stórt skip að nafni Rolldock Storm að Skarfabakka.  Skipið er 151.54 metrar að lengd og 25.43 metar að breidd. Vegur skipið um 15.382 tonn og er með djúpristu upp á 13.26 metra.  Skipið er notað sem flutningarskip og var smíðað árið 2014.
Það sem gerir Rolldock Storm að merkilegu skipi er það að um borð er annað minna skip (sanddæluskip), sem mun verða notað við dælingar í Landeyjarhöfn. Í byrjun næstu viku mun Rolldock Storm sökkva sér um 12 metra við bryggju, þannig að sanddæluskipið geti siglt út.  Þetta telst mjög óvenjuleg og stór aðgerð hér á landi.
IMG_0778

Rolldock Storm var fylgt að landi af dráttarbátnum Leynir, sem er í eigu Faxaflóahafna sf.

IMG_0785

Dráttarbáturinn Leynir.

IMG_0803

Rolldock Storm að nálgast Skarfabakka.

IMG_0809

Rolldock Storm að koma sér fyrir við hafnarbakkann.

FaxaportsFaxaports linkedin