skabr.1_2013Vert er að vekja athygli á nokkrum verkefnum í Gömlu höfninni sem eru ýmist í vinnslu eða lokið. Í fyrst lagi skal nefna skábraut sem komin er á slippasvæðinu, í öðru lagi umhverfisframkvæmdir við Bakkaskemmu og í þriðja lagi fyrirhugaða skoðun á umferðarmálum á svæði Gömlu hafnarinnar.

Fyrir eigendur smærri báta er komin nokkur bót á sjósetningarmöguleikum bátaeigenda með nýrri skábraut í Vesturbugtinni. Skábrautin getur nýst sjósetningu og landtöku smærri báta, en auk þessarar aðstöðu er sambærileg aðstaða innan giriðingar við Eyjarslóð. Nú er unnið að lóðaframkvæmdum við Bakkaskemmu, en um er að ræða fyrsta áfanga af tveimur á þessu svæði en í framhaldi má reikna með að haldið verði áfram við úrbætur á umferðarleiðum og gangstéttum við Grandagarðinn. Þar er talsverð umferð stærri og smærri bíla auk gangandi og hjólandi vegfarenda sem taka verður tillit til. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. í morgun var m.a. fjallað um nýgerða skýrslu um atvinnustarfsemi innan svæðis Gömlu hafnarinnar og notendafund sem haldinn var í Hörpu s.l. miðvikudag. Í nefndri skýrslu komu fram nokkrar ábendingar um umferðamál á svæðinu og reyndar á notendafundinum ei nnig. Það er að sjálfs ögðu tilgangur skýrslna og funda að nýta það efni sem þar fæst og þess vegna samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. eft irfarandi tillögu:  Með vísan til ábendinga sem fram komu í skýrslu um Gömlu höfnina og á notendafundi Faxaflóahafna sf., samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. að skipa þriggja manna  starfshóp sem fari yfir umferðarmál á athafnasvæði Gömlu hafnarinnar. Starfshópinn skipa af hálfu Faxaflóahafna sf. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar, Jón Þorvaldsson, aðstoðar­hafnarstjóri, en óskað er eftir fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs. Starfshópurinn skili niðurstöðu fyrir lok ársins.“   Tilgangur með skipan starfshópsins er að fara yfir þessi mál til þess að unnt verði að móta í framhaldi tillögur um nauðsynlegar og mögulegar aðgerðir. [table class=“table „]
[tbhead][trow][tcol type=“head“]grandag.2013[/tcol][tcol type=“head“] skarbr.2013[/tcol][/trow][/tbhead]
[/table]

skabr.1_2013Vert er að vekja athygli á nokkrum verkefnum í Gömlu höfninni sem eru ýmist í vinnslu eða lokið. Í fyrst lagi skal nefna skábraut sem komin er á slippasvæðinu, í öðru lagi umhverfisframkvæmdir við Bakkaskemmu og í þriðja lagi fyrirhugaða skoðun á umferðarmálum á svæði Gömlu hafnarinnar.

Fyrir eigendur smærri báta er komin nokkur bót á sjósetningarmöguleikum bátaeigenda með nýrri skábraut í Vesturbugtinni. Skábrautin getur nýst sjósetningu og landtöku smærri báta, en auk þessarar aðstöðu er sambærileg aðstaða innan giriðingar við Eyjarslóð. Nú er unnið að lóðaframkvæmdum við Bakkaskemmu, en um er að ræða fyrsta áfanga af tveimur á þessu svæði en í framhaldi má reikna með að haldið verði áfram við úrbætur á umferðarleiðum og gangstéttum við Grandagarðinn.
Þar er talsverð umferð stærri og smærri bíla auk gangandi og hjólandi vegfarenda sem taka verður tillit til. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. í morgun var m.a. fjallað um nýgerða skýrslu um atvinnustarfsemi innan svæðis Gömlu hafnarinnar og notendafund sem haldinn var í Hörpu s.l. miðvikudag. Í nefndri skýrslu komu fram nokkrar ábendingar um umferðamál á svæðinu og reyndar á notendafundinum ei nnig.
Það er að sjálfsögðu tilgangur skýrslna og funda að nýta það efni sem þar fæst og þess vegna samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. eft irfarandi tillögu:  Með vísan til ábendinga sem fram komu í skýrslu um Gömlu höfnina og á notendafundi Faxaflóahafna sf., samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. að skipa þriggja manna  starfshóp sem fari yfir umferðarmál á athafnasvæði Gömlu hafnarinnar. Starfshópinn skipa af hálfu Faxaflóahafna sf. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar, Jón Þorvaldsson, aðstoðar­hafnarstjóri, en óskað er eftir fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs. Starfshópurinn skili niðurstöðu fyrir lok ársins.“   Tilgangur með skipan starfshópsins er að fara yfir þessi mál til þess að unnt verði að móta í framhaldi tillögur um nauðsynlegar og mögulegar aðgerðir. [table class=“table „]
[tbhead][trow][tcol type=“head“]grandag.2013[/tcol][tcol type=“head“] skarbr.2013[/tcol][/trow][/tbhead]
[/table]

FaxaportsFaxaports linkedin