Í dag, miðvikudaginn 25. janúar 2017, lagðist að bryggju í Reykjavík nýr togari HB Granda hf. Togarinn heitir Engey RE og kom að landi kl. 07:00 í morgun.  Skipið var smíðað af skipasmíðastöðunni Celiktrans í Tyrklandi og er hönnuður skipsins Alfreð Tulinius skipatæknifræðingur hjá Nautic ehf.

Engey RE við Skarfabakka.

Engey RE við Skarfabakka.


HB Grandi birti frétt á vef sínum þegar skipið var sjósett í Tyrklandi, 1. mars 2016:
Engey RE er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Aðalvélin er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mínútu. Niðurfærslugír er frá Reintjes með PTO fyrir ásrafala. Skrúfa er frá MAN og er hún 3.800 mm í þvermál. Vélin er útbúin með mengunarvarnarbúnaði af gerðinni SCR Catalysator. Ljósavélar eru tvær og eru þær af gerðinni MAN D2840 LE 301. Afl hvorrar um sig er 443kW.  Spilkerfið er frá Naust Marine og eru allar vindur rafknúnar. Bógskrúfa er frá Brunvoll og er hún 300 kW. Millidekks- og lestarbúnaður verður smíðaður hjá Skaganum 3X og verður hann settur í skipið á Íslandi.
Í þetta sinn mun Eng­ey hafa stutta viðkomu í Reykja­vík. Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar 2017, mun skipið sigla til Grundartanga, þar sem það mun gangast undir togprufu.  Þegar því er lokið mun skipið sigla til Akra­ness þar sem fyr­ir­tæk­in Skag­inn og 3X Technology munu ann­ast niður­setn­ingu vinnslu­búnaðar á milli­dekki og kara­kerf­is í lest skips­ins. Móttökuathöfn mun verða þegar skipið kemur af Skaganum til Reykjavíkur eftir ísetningu búnaðar.

FaxaportsFaxaports linkedin