Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að fella niður Hátíð Hafsins í ár. Undanfarin 17 ár hefur hátíðin þróast í að verða ein af megin borgarhátiðum Reykjavíkurborgar með farsælu samstarfi við ykkur samstarfaðilana á svæðinu og kunnum við ykkur miklar þakkir fyrir það. Markmið hátíðarinnar hefur ávallt verið að fá gesti til að koma saman á hafnarsvæðinu og gera sér glaðan dag auk þess að fræðast um hafið og umhverfi þess, heiðra aldraða sjómenn og minnast þeirra sem farnir eru.

Bakhjarlar hátíðarinnar; Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim ásamt Concept Events (framkvæmaraðila hátíðarinnar) vilja þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum. Við hlökkum til að fagna með ykkur á ný að ári liðnu.

Sjáumst á Hátíð hafsins 2021!

Meðfylgjandi er fréttatilkynning sem send hefur verið á fjölmiðla.

FaxaportsFaxaports linkedin