Miðbakkinn hefur nú opnað með fjölbreytta afþreyingu fyrir almenning. Lögð er áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. Ungir listamenn hafa nú málað svæðið með hafsæknum myndum og hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.