Í dag, þriðjudaginn 6. júlí, mun Seiglan sigla inn í Reykjavíkurhöfn kl. 14:00. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. Magni, nýr hafnsögubátur Faxaflóahafna, siglir til móts við Esjuna og um borð verða Seiglur sem hafa tekið þátt í ferðinni.
Seiglurnar lögðu af stað úr Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. júní með tíu konur í áhöfn. Stefnan var tekin á Ísafjörð þar sem fjórar konu stigu frá borði og fjórar konur bættust við. Þannig hefur siglingin gengið fyrir sig allan hringinn með stoppum á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Djúpavogi og Vestmannaeyjum. Alls hafa því 36 konur siglt með skútunni Esju en markmið verkefnisins er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfismálum hafsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem áhöfn eingöngu skipuð íslenskum konum siglir í kringum landið á skútu.

 

FaxaportsFaxaports linkedin