Nokkur aðdragandi hefur verið að undirbúningi og framkvæmd að byggingu söluhýsanna á Ægisgarði. Framkvæmdir á staðnum hafa staðið yfir frá því síðla árs 2019 og áætlað að þeim ljúki í september. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnit og Verkís, en aðalverktaki er E. Sigurðsson ehf. 

Líkt og sjá má á ljósmyndum hér að neðan, þá er verið að vinna að lokafrágangi á söluhúsunum. Þrjú hús hafa núþegar verið afhent til leigutaka og síðustu þrjú húsin verða afhent í lok september.

 

Ljósmyndari: Andrés Ásmundsson

Ljósmyndari: Andrés Ásmundsson

Ljósmyndari: Andrés Ásmundsson

Ljósmyndari: Andrés Ásmundsson

Ljósmyndari: Andrés Ásmundsson