Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta er NORA verkefni sem kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Verkefnið gengur út á að heimamenn í hverri höfn leggi línurnar og móti stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti ferþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni. 
Verkefnið verður kynnt fyrir heimamönnum föstudaginn 11. febrúar kl. 10:00.  Vinsamlegast smellið á hér til að nálgast viðburð.

Ljósmynd: Le Boreal að sigla til Akraness.

FaxaportsFaxaports linkedin