Í mars síðastliðinn var samþykkt af Umhverfisstofnun viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða Faxaflóahafna, þ.e. fyrir Akranes, Borgarnes, Grundartanga og Reykjavík.  Áætlunin uppfyllir ákvæði reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda nr. 1010/2012 með síðari breytingum. Markmiðið með viðbragðsáætluninni er að fljótt sé brugðist við ef bráðamengun verður innan hafnarsvæðanna og að viðbrögð hæfi tilefninu,  Áætlunin gefur skýra mynd af þeim viðbrögðum sem Faxaflóahafnir sf. áætla og er hugsuð sem verkfæri starfsfólks og annarra sem að koma, til að auðvelda skilvirki og árangurrík viðbrögð. Áætluninni þarf að skil til samþykktar Umhverfisstofnar 1. mars ár hvert.
Viðbragðsáætlunin er aðgengileg starfsmönnum Faxaflóahafna sf á skrifstofu og öllum starfsstöðvum fyrirtækisins.  Áætlunin er einnig aðgengileg öðrum þeim sem þess óska á skrifstofu Faxaflóahafna sf, auk þess sem hún er birt á vef fyrirtækisins.

Capture

FaxaportsFaxaports linkedin